Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, september 11, 2006
 
Ég er öll að skána í horinu en ákvað samt að sleppa sundtímanum mínum í dag.

Ég fór í læknisskoðun í dag og var líka vegin og metin. Ég er orðin 8670 g og 69,5 cm og hef því þyngst um 320 g og lengst um 0,5 cm á 17 dögum. Ég þyngist og lengist fínt, sagði hjúkkan.

Fyrir rúmri viku hætti ég að drekka á nóttunni. Ég væri nú reyndar alltaf til í að fá smá sjúss þegar ég vakna en mömmur mínar eru að reyna að venja mig af þessu því það hefur vonandi í för með sér að ég sef betur. Stundum mótmæli ég soldið, sérstaklega þegar Emelía mamma heldur á mér en þá reyni ég bara að ná mér sjálf í brjóstið með því að ýta mér niður og toga í bolinn :) Í staðinn reynir mamma að bjóða mér vatn, fuss og svei.

Hérna getið þið kíkt á myndir frá því í gær þegar ég fór með báðum mömmum mínum á rólóinn.