Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, september 23, 2006
 
Í gær var bókaklúbburinn hennar Auðar haldinn heima hjá okkur. Aujan mín eldaði ofsalega gott pasta handa 9 manns (ég fékk að borða líka :)) og hafði lítið fyrir því. Við tjölduðum fína stellinu okkar (eigum reyndar bara 7 diska í því) og fínum glösum. Allt sem var á borðinu höfðum við fengið að gjöf frá vinum og ættingjum í brúðkaupsgjöf, jólagjöf eða búgjöf og höfðu gestirnir orð á því hversu fínt þetta var.
Paul og Emma komu með Måns litla. Anna Eir og Måns voru nú ekkert sjúk í hvort annað en það var greinilega smá gaman að sjá annað barn. Þau fóru í bað saman og fannst Önnu Eir soldið skrýtið að vera ekki ein í baði. Hún lék sér nánast ekkert í baðinu því hún starði svo mikið á Måns.

Seinasta mánudag fórum við Anna Eir í sund eins og vanalega. Í þessum tíma áttum við að kafa. Hinir höfðu reyndar flestir kafað í tímanum á undan en þá mættum við ekki því Anna Eir var enn með svo mikið kvef. Mér fannst þessar köfunaraðferðir svo hrikalega á að lítast að ég ákvað að bíða með það þar til í næsta tíma.

Þennan sama mánudag fékk Anna Eir í seinasta skiptið brjóst hjá mér. Ég var búin að vera án mjólkur í tæpar 3 vikur og fannst í raun alveg nóg komið. Ég hafði reyndar ekki þjáðst nein ósköp en var alveg til í að fá venjulegan mat. Það var t.d. ekki einu sinni hægt að kaupa sér samloku út í búð, hvað þá meira. Anna Eir fékk móðurmjólkina í sex og hálfan mánuð sem þykir bara mjög gott. Ég tel líka að það sé í raun best fyrir hana að vera ekki að drekka þetta glundur frá mér lengur því ef ske kynni að ég borðaði eitthvað með mjólkurvöru í þá færi það í hana og henni myndi líða illa. Það var nefnilega ekki hægt að treysta búðarfólki fyrir fimm aur um innhald í því sem maður keypti. Það sagði oft að varan innihéldi ekkert með mjólkurvöru í en þegar við báðum þau að telja upp allt þá kom iðullega í ljós smör eða smjörlíki eða sýrður rjómi eða eitthvað annað.
Fyrstu svona 2-3 dagana var Anna Eir ekki alveg sátt við að fara að sofa hjá mér án þess að fá að drekka og þurfti Auður að svæfa hana því hún stóð bara á orginu hjá mér en steinþagði þegar Auður tók hana enda veit hún að það þýðir ekkert að krefja Auði um mjólk. Sem betur fer var Auður að kenna upp í Háskóla og var því stutt þessa daga sem þýddi að hún náði að svæfa Önnu Eir nánast alla lúrana hennar :)
En núna virðist hún vera búin að sætta sig við nýju aðstæðurnar og þambar vatn á nóttunni í staðinn. Og ég held bara að hún hafi ekki nokkurn tímann sofið eins vel og seinustu daga.

Myndir af Önnu Eir og af öðru fólki.