Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, september 09, 2006
 
Núna er ég búin að smakka ósköpin öll af furðulegum mjólkurvörustaðgenglum: hrísgrjónamjólk, haframjólk frá nokkrum mismunandi framleiðendum, hafrajógúrt, sojajógúrt, hafrarjóma, smjör, smjörlíki, cheddar ost og mozzarella ost. Ég býst nú svo sem aldrei við því að þetta sé eitthvað sérstaklega gott en ég bragða samt á þessu með jákvæðum hug og hefur flest komið mér nokkuð á óvart með því að vera ætt og jafnvel í áttina að vera alveg ágætt.
Það versta af þessu er tvímælalaust hrísgrjónamjólkin. Ég get eiginlega ekki lýst bragðinu, það var svo skrýtið. Kannski var hún eins og einhver olía sem maður gæti fundið í smiðjunni hans afa (bragðið minnti mig á lyktina úr smiðjunni) en samt um leið þunn eins og vatn.
Það besta er líklega hafrajógúrtin, sojajógúrtin og smjörið. Hafrarjóminn er samt alveg stórgóður í matargerðina og myndi ég líklega ekki finna fyrir miklum mun ef ég vissi ekki hvaða rjóma við værum að nota. Einnig virkaði smjörlíkið vel í súkkulaðikökuna sem Auður bakaði.
Ostarnir voru soldið skrýtnir en alveg þess virði að smakka, en þó bara einu sinni. Ég efa nú að ég eigi eftir að láta þá ofan í mig aftur en þeir gáfu mér tækifæri á að búa til pizzu og steikta samloku.
Haframjólkin er ekkert meiriháttar en alveg þolanleg og í raun nauðsynleg fyrir mig því ég bara hreinlega get ekki borðað brauð án þess að fá mér kakómjólk með.

Litla dýrið okkar hefur annar verið veik síðan aðfararnótt föstudagsins. Hún hefur ælt þvílíkt, verið með rosalegt hor og slöpp. Litla skinnið hefur verið svo slöpp að hún hefur fengist til að liggja hjá okkur án þess að vera á iði og þetta því í raun í fyrsta skiptið þar sem hún hefur viljað kúra okkur :)
Hérna getið þið séð mynd af Önnu Eir veikri.