Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, október 23, 2006
 
Kominn tími til að blogga, þó fyrr hefði verið.
Ég gleymdi að segja frá því seinast að Sigrún og Snævar (Uppsalabúar) eignuðust stelpu 6. október og heitir hún Sólveig Birta. Við höfum enn ekki séð litlu dúlluna en stefnum á það næstu helgi eða þarnæstu. Við ætluðum þessa helgi en Anna Eir var með kvef og gröft í augunum sem við vildum ekki að nýjasta litla stelpan fengi.
Ég er búin að bæta við link á Sólveigu Birtu undir "Gríslingar" hérna til vinstri.

Anna Eir er rosa dugleg í göngugrindinni sinni, þeytist um gólfin og á frekar auðvelt með að stjórna sér.
Á fimmtudaginn skreið Anna Eir í fyrsta skiptið, dróg sig áfram á höndunum. Hún kemst nú samt voðalega stutt ennþá og verður fljótt frekar pirruð á því :)
Hér sjáiði nýustu myndirnar af Önnu Eir.

Afi á Vorsabæ varð 85 ára núna á föstudaginn. Að sjálfsögðu hringdi ég í afa og óskaði honum til hamingju. Í tilefni af afmælinu fór restin af fjölskyldunni með hann og ömmu í ferð í gær. Farið var í rútu frá Selfossi að Vorsabæ, stöðvar þar á brekkubrún og hlustað á huldufólks- og gráhelludraugssögu. Þaðan var ekið að Kletti, sem er afréttarkofi, og svo að Háafossi og heim.
Þið getið séð myndir úr ferðinni hér.