Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, október 27, 2006
 
Tala konur meira en menn? Þetta er spurning í nýjasta Lifandi vísindi, sem ég er áskrifandi að. Því hefur lengi verið haldið fram (og þá sérstaklega af karlmönnum) en loksins hefur verið gerð rannsókn á þessu og sýnir hún að það er í raun menn sem eru sígasprandi.
Konur reyna að halda uppi samræðum með því að spurja spurninga og koma með athugasemdir. Mennirnir hengslast með en þegar þeir byrja þá halda þeir margar einræður.
Samkvæmt rannsókninni tala menn allt að 65% af tímanum í fjölskyldunni.
Meðal karlmanna verða samtölin oft einhvers konar keppni þar sem ein persóna tekur orðið af annarri og á þess saga, sem tekur við, helst að vera skemmtilegri en þess fyrri.
Þegar konur tala saman er það meira eins og samtal þar sem þátttakendurnir koma með athugasemdir og innlegg.
Þar hafið þið það, alveg eins og við höfum reynt að segja í árhundruðir :)

Í gær datt Aujan mín illa á nýja hjólinu okkar. Einhverjir vegavinnuvitleysingar höfðu sett þykka, illsjánlega slöngu yfir göngustíginn og þegar Aujan mín klessti á hana þá flaug hún af hjólinu og rak hausinn harkalega í gangstéttina. Það sést smá á hjólinu og úlpunni, sem ég gaf Auði seinast í jólagjöf, en mest á Aujunni minni. Hún er með fullt af marblettum og skrámum á vinstri hliðinni og illt í öxlunum en sem betur fer var hún með hjálm því annars hefði hún örugglega þurft að fara á sjúkrahúsið.

Anna Eir orðin svo dugleg og stór. Stundum kjaftar hún og kjaftar með fullt af tvíatkvæðisorðum en "mamma" lítur líklega ekki dagsins ljós alveg í bráð.
Anna Eir er hvergi bangin, lætur sig gossa fram af borðbrúninni og ég gríp hana. Hún er stundum smá stund að varpa sér fram af og lokar yfirleitt augunum, rosalega sætt. Það má því segja að hún treysti mömmu sinni í blindni.
Og í göngugrindinni sinni nær hún í ýmislegt sem mig óraði ekki fyrir. Hún hefur náð sér í fjarstýringu á sófaarminum, sparibauk og videospólu á sjónvarpsborðinu og baby monitor á sófaborðinu. Núna kemst hún líka yfir hálfa uppþvottavélarhurðina og getur rifið þar og tætt. Einnig er mjög vinsælt að ýta sér inn í eldhús og rífa niður viskustykkið og handklæðið sem hanga á eldvélinni.
Nýjar myndir af Önnu Eir