Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
þriðjudagur, janúar 16, 2007
Í dag fór ég að hitta lækninn minn. Hann vildi kanna hvort ég gæti staðið upp og hvort ég væri í lið á mjöðmunum og þvílíkt rugl sem þarf auðvita ekkert að kanna. Ég grenjaði á hann þegar hann lét mig standa upp bara til að hafa það á hreinu að hann mátti ekki halda á mér. Áður en við fórum til læknisins hittum við hina ofursænsku hjúkrunarkonu syster Karin. Hún kannaði hversu þung og löng ég er orðin. Nú er ég loks búin að ná 9 kg og er 74cm að lengd. Syster Karin sagði að það liti allt vel út hjá mér og ég væri alveg í meðalþyngd, hefði aðeins hoppað upp fyir meðallag af allri brjóstamjólkinni þegar ég var lítil en svo þegar ég fór að hreyfa mig rann allt af mér. Ég var smá rugluð því síðast þegar við hittumst var syster Karin smá fúl út í mig og Emó mömmu, sagði að ég væri of mjó, Emó mamma yrði að gefa mér meira að borða og setja enn meiri fitu í matinn. Þegar syster Karin var svona ánægð með mig sagði Auja mamma sem fór með mér, eitthvað lágt á íslensku sem ég held að ég skilji en megi ekki alveg birta á netinu. |