Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, janúar 18, 2007
 
Í gær ætlaði ég að fara í öppna förskolan með Auju mömmu því hún hefur aldrei farið þangað. Öppna förskolan er svona leikskóli fyrir litla krakka eins og mig þar sem mömmurnar og pabbarnir þurfa ekki að fara í vinnuna heldur mega vera eftir og leika allan daginn! Því miður var lokað í gær og ég fór því bara með mömmu á róló í staðinn. Síðan sungum við "fyrst á réttunni svo á röngunni" svona 15 sinnum þegar við komum heim og ég var fljót að læra að maður á að klappa í restina af laginu, svona er ég klár! Svo er ég líka farin að gera Bö með því að halda fyrir andlitið en stundum þarf ég að loka augunum líka því ég er með svo litlar hendur. Mamma fattar það ekkert, heldur samt að ég sé týnd, hehe.