Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, janúar 12, 2007
 
Jæja, þá eru komnar nýjar myndir frá Íslandi á myndasíðuna, frá desember og janúar. Hér er annars það að frétta að Eiríkur var hér á fundi og fór heim í morgun. Ég er annars byrjuð í barneignarleyfi, rosa gaman. Það var þó enginn dans á rósum í gær þegar ég fór í Willys (ek. bónus) að versla í gær. Ég keypti auðvita allt of mikið og hlóð þvílíkt á barnavagninn þannig að dekkinn flöttust út að neðan (það var lint í þeim fyrir). Anna Eir grenjaði eins og stunginn grís í vagninum drekkhlöðnum á leiðinni í strætó og ég hélt að við myndum báðar drepast við að fara upp ísilagða snarbratta brekku. En við komumst heim, Emelía pumpaði í dekkin og við Anna ætlum kannski í Willys í næstu viku.