Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
sunnudagur, janúar 07, 2007
Núna er ég búin að vera aaaaaaalein heima í 5 daga. Ég þarf náttúrulega ekki að taka það fram að ég sakna stelpnanna minna ofsalega mikið. Ég sá reyndar Önnu Eir, Auði og mömmu og pabba á Skype í dag en það minnkaði samt lítið söknuðinn. Mér til mikillar gleði er von á þeim heim á morgun og mun ég að sjálfsögðu vera mætt á rútustoppið til að ná í þær. Ég hef ekki setið auðum höndum, hef reynt að mæta í vinnuna og hef svo líka verið heima að vinna. Það er alltaf gaman að byrja í vinnunni. Ég var þó frekar óheppin þessa vikuna, tvö þeirra tækja sem ég sé um biluðu og var hvorugt mér að kenna. Það er skítakuldi í íbúðinni. Þessir fjandans Svíar eru svo miklir nirflar en ég ætla nú að tala við húsvörðinn okkar svo aumingja litla stelpan okkar þurfi ekki að vera í útigallanum inni. Hlín á afmæli í dag, er orðin 31 ára og hringdi ég af því tilefni í hana í morgun. Hlín er alveg að vera búin að læra að taka aldur sinn í sátt og býst ég við því að fertugsaldurinn muni vera algjört blómatímabil fyrir hana. Enn og aftur, til hamingju með daginn, elsku vinkona. Kíkið endilega á myndir frá Íslandsferðinni um jólin: 18.-31. des og 1.-8. jan. Mun setja inn fleiri myndir af nýja árinu eftir að Auður kemur. |