Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, mars 28, 2007
Þá er vorið loksins komið hingað. Í gær voru 13°C og í dag heilar 15°C! Ég var úti að leika mér í sandkassanum fullt bæði í gær og í dag. Það er ýkt gaman. Í dag komu Måns og Pål til mín og við fórum niður að höllinni sem er hér rétt hjá. Við Måns áttum að sofa í vögnunum okkar á meðan mamma og Pål fikuðu en við vorum óþekk og vöknuðum um leið og þau voru búin að kaupa sér köku. Við hlupum um allt á útikaffihúsinu og heilluðum gömlu konurnar sem sátu í kringum okkur. Ýkt gaman. Á föstudaginn koma amma og afi í Kjalarlandi og Hrefna langamma til mín og ætla vera fram að páskum. ég hakka ýkt til! |