Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, mars 16, 2007
 
Hæ og hó! Þá er ég komin aftur úr skíðaferðinni. Ég og mömmur mínar skemmtum okkur ofsalega vel. Við vorum í skála með Örnu, Karvel, Hrönn, Georg, Sigrúnu, Snævari, Arnari Smára, Eiríki, Hauki frey og Sólveigu Birtu. Vá það voru margir! en við vorum öll vinir svona næstum alltaf. Mömmur mínar skíðuðu fullt og stundum var ég í pössun á meðan þær voru á skíðum. Mér fannst það bara fínt þó ég væri oftast með pokerfeisið mitt en skemmtilegasta atvik ferðarinnar var þegar Arna og Karvel voru að passa mig og létu mig renna rosa hratt á snjóþotunni niður þvílíkt langa og bratta brekku. Vei!!!!!

Í fyrradag fór ég svo til uppsala til að heimsækja Karvel, Arnar Smára og Hauk Frey. Við fikuðum (sem er sænska fyrir kaffitíma) í miðbænum, lékum okkur í sandkassanum og löbbuðum ROSALEGA langt. Það var svaka gaman því veðrið var æðislegt, hlýtt og sól og ekkert mikið rok. Ég var svakalega stillt nema smá í gönguferðinni því ég vildi ekki vera í kerrunni. Ég lét Karvel halda fullt á mér því hans strákar voru sofandi í sínum vagni svo hann vantaði barn að leika við.

Í gær fór ég á skansen með Pål og Måns. Skansen er svona árbæjarsafn og húsdýragarðurinn+. Pål plataði mömmu eiginlega til að fara því hún vill ekki fara í dýragarða þar sem dýrin eru oft með svo lélega aðstöðu en á skansen var vel hugsað um dýrin og þau voru með fullt af plássi, kannski fyrir utan flamengofuglana sem voru svona tuttugu í kringum pínulítinn poll. Mér fannst rosa gaman að sjá öll dýrin.

Mamma ætlar að setja inn myndir úr skíðaferðinni á eftir.