Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, mars 19, 2007
 
Í síðustu viku fórum við mamma til ofnæmislæknisins og hann mældi aftur mjólkur- og eggjaofnæmi hjá mér. Mjólkurofnæmið mitt virtist ekki vera eins alvarlegt og síðast þegar það var kannað og læknirinn hélt kannski að eftir hálft ár yrði það jafnvel farið. Því miður er ég líka komin með eggjaofnæmi og það er ekki eins auðvelt að losna við það. Þannig að nú má ég hvorki borða egg né mjólk, eða nokkuð með egg og mjólk í. mér er svosum alveg sama, ég er vön.

Um helgina var ég bara heima með mömmum mínum. Þær voru að taka til og þvo þvott og svoleiðis. Ég fór að segja nýtt orð, "ittha" sem mömmur mínar halda kannski að þýði þetta. Ég segi það amk þegar ég er að benda á dót sem ég vil að mér sé rétt og þá spyrja mömmurnar alltaf "þetta?"

Á miðvikudag kemur afi á brekulæk til mín í heimsókn. Hann þarf víst eitthvað að skreppa á fund í leiðinni en ég hlakka ægilega til að sjá hann.