Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
fimmtudagur, maí 03, 2007
hæ allir! Í gær fór ég í öppna förskolan með Auju mömmu að venju og í fyrsta skipti þorði ég að hreyfa mig í söngstundinni. ég dansaði þrisvar í 10 sek. í hvert skipti. Þetta er algjört met því yfirleitt sit ég eins og steini runninn á meðan hinir syngja, þó ég hafi mjög gaman af tónlist og dansi við allan takt sem ég kemst í; tónlist, bílhljóð, fótatak, kaffikvörn og þess háttar. Annars hef ég það gott, tala stöðugt en mömmur mínar skilja mig sjaldnast. Þó kann ég nokkur orð og uppáhaldsorðið mitt er "nei". Það er afar gagnlegt. Auja mamma er líka þvílíkt ánægð með það því nú þarf hún ekki stöðugt að vera að hlaupa inn í eldhús og ná í mat til að kanna hvort ég vilji hann. Nú getur hún bara spurt. Svarið mitt er yfirleitt nei ef mér er boðin orkuríkur matur en alltaf já (sumsé ekkert svar) við ávöxtum, grænmeti og sérjósi. Á mánudaginn fórum við til uppsala að sjá fossränningen og til að fara í pikknikk með Arnari Smára, Hauki Frey og Sólveigu Birtu og foreldrum þeirra. Það var rosa gaman en við þurftum að fara snemma því ég átti að mæta í sund um kvöldið. |