Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, maí 09, 2007
Um helgina fór ég í afmæli til Samuels vinar míns. Hann varð tveggja ára og það kom fullt af fólki í afmælið. Ég eignaðist nýja vinkonu, hana Yvonne sem mömmurnar mínar þekkja líka. Hún hefur oft lýst því yfir að hún fíli ekki börn en ég hlustaði ekkert á það og heillaði hana upp úr skónum. Við fórum snemma úr afmælinu því Börkur bróðir Heiðrúnar ömmu kom í heimsókn um kvöldið. Mömmur mínar grilluðu fyrsta grill ársins í tilefni að því, svínalund og rjómaostfyllta sveppi. namminamm. |