Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, júní 13, 2007
 
Á laugardaginn fór Anna Eir í fyrstu klippinguna sína á stofu (ég hef klippt hana nokkrum sinnum). Hún var mjög feimin og þurfti ég að sitja undir henni. Hún fílaði ekki beint að kallinn væri að bleyta á henni hárið og gera eitthvað við það en hún var afar kyrr enda frekar hrædd. Þegar hún var hvað hræddust kúrði hún bara í hálsakotinu á mér en ekkert af þessu stoppaði kallinn, sem var þræl snöggur og góður. Lengi vel var Anna Eir með rosalega skeifu en var of hrædd til að fara að gráta, það var nú frekar fyndið en ég kenndi líka smá í brjóst um hana. Núna er hún allavega rosalega sæt og fín (eins og hún er alltaf) og líður vonandi betur í hitanum. Ég vildi nú reyndar bara raka af henni hárið en Auður var á móti því. Ef Anna Eir væri strákur hefði ég örugglega mátt raka af henni hárið.

Á sunnudeginum fórum við á Gay pride hér í Philadelphia. Við misstum af göngunni því Anna Eir var sofandi og mættum því bara á útisvæðið (Penn’s landing) sem var við höfnina, soldið töff. Hitinn var hins vegar algjörlega að drepa mig. Það var nokkuð pakkað á þessu svæði en samt mun færri en í Stokkhólmi. Fyrir utan var eitthver Jesúlið með mótmæli en lögreglan hélt þeim í skefjum. Mér þótti smá kúl að sjá live hljómsveitina úr The L-word, þessi með þremur konunum sem eru oft að vinna með Kit. Allavega, Anna Eir var alveg að fíla þær í tætlur, dillaði sér heilmikið, sveiflaði höndunum og beygði sig í hnjánum.

Í þessum skrifuðum orðum er nettengingarstrákurinn heima hjá okkur svo við ættum að komast á Skype í dag. Verið tengd!!