Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, júlí 20, 2007
 
Ég vil þakka öllum fyrir fallegu kveðjurnar sem ég fékk á árlegu tímamótunum mínum á þriðjudaginn. Þann dag komu stelpurnar mínar frá Chicacorauninni. Auður segir ykkur kannski síðar frá því.

Við ákváðum að fara út að borða um kvöldið, á ítölskum veitingastað sem bandaríski prófessorinn minn var búinn að mæla með. Kokkunum fórst vel úr hendi að búa til eggja- og mjólkurlaust pasta handa Önnu Eir, sem hún spændi í sig. Eftir það var friðurinn úti og við gátum alls ekki notið þess að borða. Eftir heilmikið basl gátum við fengið hana til að borða papríku og gafst okkur örlítill tími til að halda áfram með matinn en svo var bara borðað í hollum. Börn á þessum aldri hafa enga þolinmæði. Þegar eitthvað er leiðinlegt þá er það leiðinlegt. Dúkurinn og gólfið var frekar subbulegt eftir Önnu Eir en þjónarnir voru alltaf svo elskulegir og snérust í kringum okkur.

Eins og ég sagði ykkur í seinustu viku þá gáfu Auður og Anna Eir mér rosa kúl, grænan íþróttagalla í afmælisgjöf. Á þriðjudaginn bættust svo við opnir Ecco skór og Klear action tannhvítukitt. Ég hef alltaf verið svo heilluð af þessum tannhvítumeðferðum sem eru auglýstar í sjónvarpinu. Ég var hins vegar aldrei á leiðinni að þora að kaupa mér svona þó að ég sjái nú að tennurnar mínar eru farnar að gulna með árunum. Auglýsingarnar hljóma alltaf: “Bara tvær mínútur”, bla, bla, bla. Já, maður lýsir á tennurnar bara í tvær mínútur en maður þarf fyrst að pennsla hverja og eina tönn sem maður ætlar að aflita og svo á maður að að gera þetta 20 sinnum til að klára eina meðferð. Maður á víst að sjá mun eftir 10 skipti. Ég er búin með 12 skipti og við Auður erum ekki vissar hvort það sé munur þó að maður sé með eitthvert litaspjald til að bera saman. Maður sér til dæmis engan mun á stigi 2-7 á þessu litaspjaldi. Allavega, þið verðið bara að dæma um þetta sjálf þegar ég kem til Íslands. Maður fær ekki pappírshvítar tennur af þessum meðferðum enda er það frekar ónáttúrulegt en við sjáum hvað setur.
Það versta við þetta allt saman er að þeir mæla með því að maður drekki ekki eða borði ekki eitthvað ákveðið 24 klst eftir hverja meðferð en þetta eru hlutir sem lita tennurnar eins og t.d. kaffi og kók. Í fyrradag, daginn eftir fyrstu tannhvítunarmeðferðina mína var ég með hausverk frá kl. 15 og þangað til ég fór að sofa. Ég vil alls ekki trúa að það hafi verið fráhvarfseinkenni frá kóki en ég hef fengið þetta áður þegar ég drakk ekki kók einn dag. Núna er ég ekki búin að drekka kók í 3 daga því ég er í tannhvítumeðferð daglega. Ég er ekki með hausverk en mig langar stöðugt í kók. Ætla að ljúka þessari meðferð sem fyrst svo ég geti fengið mér besta drykk í heimi!