Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
laugardagur, júlí 14, 2007
Stelpurnar mínar fóru til Chicaco í dag. Þar verða þær í fjóra daga hjá Marie sem var skiptinemi heima hjá Auði þegar hún var 16. Ég var því í vinnunni til rúmlega 18 og hefði verið lengur ef ég hefði ekki verið búin að kaupa bíómiða á Harry Potter kl. 18:30. Sætin eru númeruð hérna eins og í Svíþjóð og því ætti ekki að vera nein ástæða fyrir átök þegar maður fer í bíó nema þá helst þegar þeir passa sig ekki á að hafa pylsurnar sínar tilbúnar fyrir kvöldsýningarnar þegar hungaðir gestirnir birtast. Pylsur áttu að vera kvöldmaturinn minn en í staðinn varð ég að seðja hungrið með poppi og m&m. Á heimleiðinni eftir sýninguna varð ég því að koma við á Grískum stað þar sem ég keypti mér einhvers konar pítu með frönskum inní, ætli þeir séu eitthvað skyldir Akureyringum þessir!! Myndin var alveg ágæt, svona eins og hinar myndirnar, eiginlega ekki fyrir minn aldurshóp en alveg hægt að hafa gaman af ef maður er Potter aðdáandi. Og svo er seinasta bókin væntanleg bráðum. Ég ætlaði að vera að vinna um helgina fyrst stelpurnar mínar eru fjarri en það ekkert að gera í vinnunni svo ég hef ákveðið að versla og fara meira í bíó. Það er alltaf jafn leiðinlegt að koma heim í tómt bú. Ég á afmæli næsta þriðjudag og fékk því smá gjöf í gær frá Auði og Önnu Eir svo ég gæti farið og skipt um helgina ef það passaði ekki. Fékk bol sem passaði og rosa kúl íþróttagalla en þarf því miður að skipta peysunni í stærri; Auður heldur að ég sé eitthvert písl. Þessa dagana er Gay & lesbian Film festival í Philadelphia. Það er ein íslensk stuttmynd til sýnis sem Auði dauðlangaði að sjá íslenska stuttmynd en missir af þar sem hún er í Chicaco. Það var því hjartansmál hjá Auði að ég færi og sæi myndina fyrir hana, svo ég á miða í bíó kl. 12 að hádegi á sunnudaginn. Ég held ég hafi ekki farið svona snemma í bíó fyrir utan þegar menntaskólinn minn (MK) fór kl. 9 á Tyllidögum fyrir allmörgum árum. Aujan mín keypti sér vax um daginn til að vaxa á sér lappirnar. Auður bar vaxið á sig, lagði pappír á og kippti af, lagði pappír á og kippti af, lagði pappír á og, já, þið skiljið hvað ég á við. Af og til heyrði ég kæft óp en þegar ég spurði hvort þetta væri vont þá neitaði hún alltaf (“allavega ekki eins vont og maður heldur”). Ég ákvað því að gera eins og Aujan mín svo ég slyppi nú að raka á mér skankana í svona eins og 4-6 vikur. Það er ekki hlaupið að því að vaxa sig, maður verður fyrst að safna hárum á lappirnar, nógu löngum en ekki of löngum! Þegar loksins kom að því þá held ég að ég hafi lagt pappír fjórum sinnum á og kippt og þá var mér nóg boðið, sársaukinn var alveg ógurlegur og sveið mig á eftir. Verst þótti mér þó að hafa ekki getað staðið það út að vaxa á mér lappirnar eins og Aujan mín. Málið er að af og til í gegnum árin hef ég boðið Auði aðstoð mína í að fjarlægja bólur og fílapensla og hefur hún þegið það fáein skipti (ekki nærri því eins oft og ég vildi). Oft höfum við þurft að hætta í miðjum klíðum því Auður var orðin bálvond og vændi mig um að vera harkalegan sadista þegar það var í raun bara hún sem var með of lágan sársaukaþröskuld (að mér fannst). Mér brá því heldur í brún þegar Aujan mín gat vaxað á sér báðar lappirnar með minniháttar öskrum og táraflóði meðan ég gat einungis kippt eins og 10 hárum (sá ekki högg á vatni!). Og það sem meira er, Auður vaxaði sig aftur í vikunni. Þegar ég hugsa málið aðeins betur og sætti mig við eigin aumingjaskap þá get ég ekki annað en glaðst yfir því að vera gift annarri eins hetju og Aujunni minni. |