Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
laugardagur, ágúst 18, 2007
Einar Elí fór til Íslands í gær hlaðinn wakeboarddóti fyrir vin sinn. Ég vona að hann hafi komist í gegnum tollinn með þetta allt saman. Takk fyrir skemmtilegan tíma í Ameríku, Einar, það var rosa fínt að hafa þig. Stelpurnar mína fóru líka í gær. Aujan mín er búin að vera að pakka í tvo daga. Ég náði í allt sem hún átti að taka með og hún pakkaði því niður á sinn einstaka hátt (hún kemur öllu fyrir sem hún ætlar sér að taka!). Við Anna Eir fórum með lestinni á flugvöllinn (því það er enginn barnastóll í leigubílum) en Auður tók leigubíl með allar töskurnar og barnavagninn. Mér þótti auðvitað ósköp leiðinlegt að skilja við þær og var því rosalega fegin að heyra í þeim kl. 5 í morgun þegar þær voru komnar í sænsku íbúðina okkar. Anna Eir svaf allan tímann í fluvélinni, 8 klst og 20 mín, og einhver stúlka var svo almennileg að færa sig svo þær Auður fengu tvö sæti. Ferðin heim gékk því mun betur en hingað. Auður og Anna Eir fara svo til Íslands á mánudagsmorgun. Verið því tilbúin með þumalinn á gsm-unum ykkar. Já, og það hefur enn eitt barnið bæst við. Hún Ásdís Rún Hrannar og Georgsdóttir fæddist á þriðjudaginn. Til hamingju öll sömul. Svo vil ég nú bara segja ykkur frá yndislegu fjölskyldunni minni. Pabbi sá aumur á mér eftir seinasta bloggið mitt þar sem ég tók fram að ég kæmi 2. sept og enginn væri búinn að bjóðast til að sækja mig. Fékk e-mail í morgun þar sem í stóð: "Gerðu ráð fyrir því að það verði mættur trukkur að sækja þig á Keflavíkurflugvöll kl. 17.00 - 2. september – pappi". Já, svona er ég nú heppin. |