Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, ágúst 15, 2007
Plön Íslandsferðarinnar 20. ágúst (mán): Auður og Anna Eir lenda á Keflavíkurflugvelli kl. 08:45. Foreldrar Emelíu sækja þær. 20. – 22. (mán-mið): Auður og Anna Eir gista hjá mömmu Auðar og Þorvarði. 22. (mið): Auður, Anna Eir og Hrefna amma bruna upp í sumarbústað Heiðrúnar og pabba Auðar. 25. (lau): Auður og Anna Eir fara á ættarmót hjá fjölskyldunni hennar Auðar ömmu. 29. – 30. (mið-fim): Auður og Anna Eir fara austur í heimsóknir. Gististaður óákveðinn. 2. sept (sun): Emelía lendir á Keflavíkurflugvelli kl. 17:00. Það hefur enn ekki verið rifist mikið um að sækja hana :) 3. -10. (mán-mán): Bækistöðvar okkar verða Álfhólsvegurinn. 8. (lau): Stórafmæli Auðar. 9. (sun): Verðum staddar í skírn hjá KötuogAradóttur á heimili mömmu Auðar og Þorvarðar. 10. (mán): Við höldum allar þrjár saman heim til Svíþjóðar kl. 09.25. Við minnum á íslenska gsm símanúmerið okkar, 663 86 32. Við viljum endilega hitta ykkur sem fyrst svo verið ekki feimin við að hringja í okkur. Afmæli Auðar Aujan mín verður þrítug 15. september og verður haldið upp á það 8. september heima hjá mömmu hennar og Þorvarði á Brekkulæk 4 í Reykjavík. Við stöndum ekki í því að senda út boðskort eða hringja í alla, þetta verður bara eins og í fyrra varðandi mitt afmæli, ef við þekkjum þig og þú hefur áhuga á að koma þá bara mætirðu. Það verður bara kaffiboð, sem byrjar kl. 15, en ekkert partý. Við Auður erum samt að sjálfsögðu tilbúnar að kíkja út á lífið með þeim sem vilja og hafa Sigga og Gilli partýdýr þegar skráð sig á listann. Ég sagði “bara kaffiboð” en það verða samt auðvitað rosalega góðar veitingar í boði. Við viljum auðvitað sjá sem flesta svo láttu ekki standa á þér! |