Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, ágúst 25, 2007
 
Þá er ég búin að selja stofuborðið okkar fyrir 30 dollara og rúmið + eldhúsborð og 4 stóla á 280 dollara. Svo sannarlega betra en ekki neitt. Ég stóð reyndar í smá púli við að taka rúmið í sundur, bera það upp með fólkinu (það býr í sama húsi) og setja það saman aftur, en ég hafði svo sem ekkert annað að gera og þetta var helvíti gott tímakaup.
Það ætlar einn að koma í fyrramálið og kíkja á sófann okkar. Þá er nú bara svona smotterí eftir og auðvitað allt barnadótið, sem enginn virðist þurfa.
Og núna sef ég bara á vindsænginni okkar, að vísu soldið heppnari en Auður og Anna Eir þegar þær komu hingað því vindsængin er full af lofti :)

Aujan mín er svo klár að hún komst inn í einhvern rosalegann kristalstrúktúrskúrs (þetta er afar undarlegt orð!) í Cold Spring Harbor Laboratory í New York 15. – 30. október. Já, við Anna Eir verðum þá bara tvær saman í rúmar tvær vikur. Ég vorkenni samt meira Aujunni minni að vera aleinni í Ameríku. Þessi kúrs er rándýr en Auður var búin að fá styrk fyrir helmingi gjaldsins og er gisting og matur innifalinn. Ég held að hún sé að reyna að véla hinn helminginn út úr prófessornum sínum.
Sem betur fer ætla mamma og pabbi að vera í heimsókn hjá okkur Önnu Eir 18. – 21. október. Þau voru meira að segja búin að ákveða það áður en ég sagði þeim að við yrðum aleinar heima.
Öllum öðrum er að sjálfsögðu velkomið að koma í heimsókn þegar Auður er í burtu (og þegar Auður er heima) en við Anna Eir munum samt alveg bjarga okkur; hún verður í leikskólanum á daginn og ég í vinnunni og svo reynum við að gera eitthvað skemmtilegt saman þess á milli.