Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, mars 23, 2008
 
Kæru lesendur, þ.e. þeir fáu sem enn líta inn á síðuna okkar!
Við komumst að svo stöddu ekki inn á myndasíðuna okkar og verðum því að bíða aðeins með að sýna ykkur allar æðislegu myndirnar af okkur.

Anna Eir hélt upp á afmælið sitt 1. mars og komu fjölmargir í veisluna, m.a. amma Anna og langamma Auður. Það var rosa stuð og góðar kökur en Auður bakaði Barbapabbaköku og ég kleinur sem Anna Eir gat borðað. Anna Eir fékk að vanda ofsalega fínar gjafir.

Anna amma og Auður langamma voru hjá okkur í 6 daga og fórum við með þær á glænýjar slóðir. Leigðum bíl og keyrðum til Norrtälje í rigningu. Það á víst að vera mjög fallegt þar en það naut sín ekki beint fyrir súldinni. Sáum minnstu kirkju í Svíþjóð, einungis fáeinir fermetrar, á stærð við svefnherbergið okkar.
Drógum þær líka í Kista Gallerian, stærstu Kringlu Svíþjóðar (sem við vorum að koma í í fyrsta skiptið), og svo létum við þær redda sér sjálfar heim með Önnu Eir því við fórum að kaupa nýtt rúm handa henni sem að sjálfsögðu tekur 6 vikur að fá í hús.

Sigmar Örn, frændi minn, og Didda eignuðust rosa sæta stelpur fyrir viku. Það er linkur á þau í dálknum til vinstri.

Já, og gleðilega páska!