Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, apríl 10, 2008
 
Af því tilefni að Mats herbergisfélagi minn var að útskrifast og flytja til Eistlands þá gaf hann mér ananasplöntuna sína sem hann hafði ræktað sjálfur. Ég fór nú eitthvað að nefna hversu mikill plöntuböðull ég væri, ræktunarmetið mitt væri tæp 2 ár. Ég hefði t.d. átt tvær orkidíur sem hefðu verið alveg ljómandi fallegar þegar við fengum þær en svo hefðu blöðin fallið af og þær blómstruðu ekki meir; önnur drapst eftir nokkra mánuði en við hentum hinni síðar því við nenntum ekki að eiga ljótan stöngul fyrir blóm.
Auðvitað vissi Mats allt um orkidíur, hann ætti sjálfur eina sem orkudíuvinur hans (feitur Eisti á fimmtugsaldri og efnafræðingur) hefði gefið honum. Mats gaf mér því ráð um hvernig ætti nú að vökva þær og gefa næringu og hversu mikið ljós og hita þær þyrftu. Yang, hinn herbergisfélagi minn, á líka orkidíu og fór einnig að tjá sig heilmikið um þetta. Það kom upp úr dúrnum að þeir áttu meira að segja sitt hvora tegundina, sei, sei. Eftir svona 10 mínútna orkidíuumræður af hálfu strákanna lét ég mig hverfa hljóðlega út úr herberginu, og heyrði enn óm þeirra berast eftir ganginum.

Við Auður fórum í úrskriftarpartýið hans Mats á föstudaginn. Það var mjög skemmtilegt og entumst við Auður alveg til miðnættis. Ég hélt að sjálfsögðu smá tölu og gaf Mats ljósmyndabók frá Íslandi. Mats hefur mikinn áhuga á náttúruljósmyndum svo ég er að vona að bókin ýti á hann að koma í heimsókn til okkar þegar við verðum fluttar á klakann.
Anna Eir átti ekki síðra kvöld. Hún var í pössun hjá Addí vini sínum, sem býr í íbúðinni við hliðina á okkur. Að sjálfsögðu fór hún seint að sofa og fékk að gera það sem hún vildi. Hún var alveg til fyrirmyndar og grét ekkert. Við Auður fengum meira að segja að sofa út, alveg til kl. 8 (vanalega vaknar Anna Eir kl. 7 um helgar).


Nýjar myndir úr apríl