Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, maí 11, 2008
 
Ég mæti snemma á labbið hérna í Philly, vakna milli 5:30 og 6 og fer heim milli 18 og 19. Alvöru vinnutími. Ég er því alveg sæmilega þreytt þegar ég kem á hótelið og hef þ.a.l. ekki opnað Neurochemistry bókina sem ég dröslaði yfir hafið, en ég þarf að fara í stórt próf úr henni síðar á árinu.
Ég var því örlítið fegin að vita að strákarnir sem ég er að hjálpa á labinu ætluðu ekki að vera í vinnunni um helgina. Ég mælti mér því mót við Kristínu Ingvars (var með Auði á ári í Háskóla Íslands fyrir mörgum, mörgum árum :)) og Angel manninn hennar. Angel byrjaði á því að gera handa okkur steiksamloku og svo keyrðum við til Atlantic City. Angel fór svo með okkur inn á Ceasars spilavítið (þið hafið örugglega oft séð það í bíómyndum) og leyfði mér að kasta teningunum fyrir sig. Shit hvað þetta var óhemju stórt spilavíti, þetta lítur ekki einu sinni svona stórt út í sjónvarpinu. Fyrst hélt ég að það væru svona margir speglar út um allt en svo áttaði ég mig á því að þetta voru í raun margar raðir af spilaborðum og spilakössum, alveg ótrúlegt. Og auðvitað var allt pakkað af fólki. Afar athyglisvert. Við Kristín skildum svo við Angel og fórum að versla. Ég held að ég sé að komast að verslunarmarkinu, ég nenni alls ekki að versla meira en það er fleira á listanum mínum, svo ég held að ég muni versla smá á morgun en svo ekki meir.

Í nótt vaknaði ég kl. 3:30 til að hringja heim í stelpurnar mínar og mömmu og pabba. Allir voru komnir út að leika sér í sandkassanum og voru dregnir inn til að tala við mig. Önnu Eir var meira að segja mútað með lakkrís en samt entist hún ekki nema örfáar sekúndur.

That’s all for today, folks.