Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, maí 05, 2008
 
“She´s just a middle-class, suburbian housewife. Who does she think she is?”, heyrði ég flugfreyjurnar segja þegar ég steig inn í lyftuna á hótelinu í gær. Fyrir þau ykkar sem grunuðu að flugfreyjur gætu átt það til að vera örlítið snobbaðar, þá er sá grunur staðfestur hér með.

Já, ég er sem sagt aftur í Philadelphia. Dvölin er heldur styttri í þetta sinn, bara 2 vikur og án stelpnanna minna. Ég sakna þeirra auðvitað ofsalega mikið, en þetta er eiginlega of gott tækifæri fyrir mig til að sleppa því. Ég fékk tækifæri til að koma hingað til sama prófessors (Jim Eberwine´s) og prófa nokkrar molecular biology aðferðir, bara svona venjulegar aðferðir á frumulabbi en algjörlega nýjar fyrir mér. Jim er hins vegar þeim eiginleikum gæddur að vera með ótrúlegan sannfæringarkraft og gríðarlega margar sniðugar hugmyndir. Hann nær því að fá peninga úr hinum og þessum sjóðum til að prófa sínar gölnu hugmyndir og hann er oft með aðgang að einstökum tækjum. Hann keypti um daginn t.d. confocal microscopy sem er ein þriggja sinnar tegundar í heiminum og kostaði litla 750 000 dollara :) Efnin sem hann notar eru líka oft rándýr og mun betri en á mörgum öðrum löbbum, sem geftur oft mun betri niðurstöður.

Ég er með eldgamla fartölvu frá prófessornum mínum og neyddist ég til að kaupa kort í hana áðan til að geta notað þráðlausa netið hérna á hótelinu. Þetta er allt annað líf, sit bara hérna í rúminu og sörfa, í staðinn fyrir að þurfa að sitja niðri í lobbíi.

Ég verslaði frá mér allt vit í gær. Ég hefði reyndar verslað aðeins lengur ef ég hefði átt einhvern pening inni á kortinu mínu. Ég neyðist því til að fara síðar og klára verslunarferðina. Ég held að ég muni ekki stíga inn í verslun síðan næstu 2 mánuði. Maður fær hins vegar hálfgert kast í búðunum hérna, margt er svo mun ódýrara að það er ekki hægt að sleppa því.

Meira update síðar.