Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
mánudagur, desember 01, 2008
Var að lesa fréttirnar á Íslandi. Hvernig í veröldinni getur sjálfstæðisflokkurinn verið með 21% fylgi? Var verið að hringja upp úr símaskránni í farsímanum hans Dabba? 21% þýðir nefnilega 46487,3 íslendingur styður ennþá sjálfstæðisflokkinn. Flokkinn sem er búin að ráða öllu í 20 ár og er þar með ábyrgur fyrir því sem gerist núna. Það vantaði að minnsta kosti ekki sjálfshólið þegar vel gekk. ”Ég vissi ekkert” er alveg jafnglæpsamlegt þegar maður á að vera að stjórna landi, og það er líka ljótt að ljúga. Eina útskýringin sem ég sé á þessari undarlegu niðurstöðu skoðanakönnunnarinnar er að aðrir valmöguleikar eru kannski ekkert mikið skárri. En samt. 46 þúsund manns sem enn styðja klíkukóngana, það er mjög erfitt að trúa því. Ég segi nú bara sjálfstæðisflokkinn undir fimm prósentin, þessi regla er einmitt til fyrir svona tilvik. |