Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, febrúar 16, 2009
 
Halló, halló!
Linkurinn inn á myndasíðuna var eitthvað að stríða okkur, er búin að laga hann. Kíkið endilega á nýju sætu stelpuna okkar.
Við höfum það allar mjög gott. Við gistum fyrstu nóttina á sjúkrahúshótelinu, allar fjórar, mikilvægt fyrir stórusystur að fá að vera með sem fyrst.
Maggý tók brjóst um leið og hún fæddist, tekur líka pela, sefur nokkuð vel, og kúkar, pissa og ropar alveg fullkomið. Við Auður höfum fengið alveg slatta svefn síðan á föstudaginn, svo við erum alsælar. Fyrstu 3 dagarnir hafa í raun verið auðveldari núna með 2 börn heldur en einungis Önnu Eir nýfædda því þá fengum við engan svefn.
Anna Eir er mjög hrifin af systur sinni, alltaf að segja að hún sé sæt, klappar henni á höfuðið og vill halda á henni.

Ekkert ykkar gat upp á réttu nafni, skrýtið, því þetta er svo augljóst. Maggý eftir Magga pabba hennar Auðar og Nóa eftir mömmu minni. Ég viðurkenni að Nóa var í erfiðari kantinum. Mamma heitir Hulda Björk Nóadóttir en skrifar alltaf Hulda Nóa. Þar hafið þið það.
Ég býst við að einhver ykkar séu að velta fyrir ykkur hvernig á að beygja þessi fallegu nöfn. Þið getið fundið það hérna: Maggý, Nóa og Eir (það virðist standa í mörgum).

Ég hafði nú hugsað mér að blogga seinasta föstudag en þá var ég aðeins upptekin. Málið er að Hlín ungaði út bollustelpunni Rakel 1. september og Ósk honum Þórarni Óskari 9. sept. Hamingjuóskir til foreldranna.