Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
sunnudagur, mars 22, 2009
Í vikunni var grein í stærsta dagblaðinu í Svíþjóð um verstu seðlabankastjóra Evrópu. Hver haldið þið að hafi verið í efsta sæti (og það var sérstaklega tekið fram að það væri engin samkeppni), okkar ástkæri Davíð Oddsson. Í 2.-8. sæti voru hálfgerð austantjaldslönd. Davíð ætti kannski ekki að setja þetta í CV-ið sitt. Maggý Nóa dafnar vel. Hún er farin að halda haus nokkuð vel og þykir orðið mjög leiðinlegt að liggja í vagninum sínum, hún vill að við höldum á henni svo að hún sjái eitthvað, hún þagnar sem sagt um leið og við tökum hana upp. Setti inn enn fleiri myndir hérna |