Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
![]() |
miðvikudagur, mars 25, 2009
Mínir dagar ganga út á að fara með Önnu Eir í leikskólann kl. 9, leggja mig með Maggý í 1-2 tíma, horfa á The Ellen Show, horfa á Ugly Betty, ná í Önnu Eir kl. 15. Auður kemur vanalega um kl. 16 því greyið mætir klukkan 7 í vinnuna. Eftir að Anna Eir er farin að sofa (um kl. 20) þá horfum við Auður á eitthvað skemmtilegt saman. Sem betur fer erum við Auður með afar líkan smekk á sjónvarpsefni, svo okkur nægir eitt sjónvarp. Maggý Nóa vekur mig ca. þrisvar á nóttu og heimtar mjólk. Ég nýti þann tíma í að horfa á eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu (Ally McBeal er á nóttunni, þrælfyndið). Maggý drekkur bara og sofnar, ekkert mál, ég get því sjálf sofnað um leið og hún er búin að drekka. Kíkið endilega á þetta örstutta video með Portia de Rossi, það er soldið fyndið. |