Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, nóvember 13, 2009
 
Góðan dag kæru landar!
Fallega stelpnafjölskyldan flutti til Íslands fimmtudaginn fyrir viku. Við Auður vorum báðar með upp- og niðurgang í ferðinni en stelpurnar og Þorvarður voru búnar að vera með þetta nokkrum dögum áður. Já, Þorvarður. Hann var svo elskulegur að bjóðast til að borga undir rassinn á sér til Svíþjóðar til að hjálpa okkur að pakka. Það var eins gott að hann kom því við hefðum ekki meikað þetta annars. Litla greyið fékk þó mat og húsaskjól fyrir greiðann auk þess sem við reyndum að halda að honum bjór allan tímann.
Á mánudeginum kom gámurinn og var Auður búin að redda nokkrum burðadýrum, svo þetta gékk alveg hreint glymrandi vel. Meira að segja bílstjórinn hjálpaði til þó að það sé ekki í hans verkahring. Það munaði kannski miklu að vera almennilegur og bjóða honum upp á kaffi og með því.
Við vorum síðan langt fram á miðvikudagskvöld að þrífa íbúðina, sparsla og mála. Hún leit bara mjög vel út á eftir. Það var mjög undarlegt að yfirgefa tóma íbúðina á fimmtudeginum, þetta var eins og lokaþátturinn í "Friends".

Við búum heima hjá Önnu Kristínu og Þorvarði þar til við flytjum inn í Bjallavað 7 í Norðlingaholti. Við skoðuðum íbúðina í fyrir viku og Auður náði í lyklana í dag. Gámurinn er á leiðinni upp í Bjallavað og var hugmyndin að rusla innbúinu inn í íbúðina á morgun en ég veit ekki hvort það sé óhætt að skilja hann eftir vegna glæpa.

Maggý Nóa er 9 mánaða í dag. Hún skríður um allt heima hjá ömmu sinni og afa, stendur upp með öllu og borðar klósettpappír ef hún nær í hann. Sem betur fer hefur stóra systir vökul augu með henni inn á milli sem hún er að stríða Maggý :)
Anna Eir er sátt við að vera flutt til Íslands og hefur bara einu sinni viljað fara aftur til Svíþjóðar. Hún er meira að segja búin að fá pláss á leikskóla 1. des en það var aldeilis ekki útséð um það þegar við komum til landsins.

Sem sagt, allt að reddast.