Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, september 23, 2002
 
Framhald af ferðasögu helgarinnar.

Og btw, stoppaði í sjoppu og fékk mér hálfan líter af kók og er það besta kók sem ég hef fengið í sjoppu, alveg ískalt. Veit ekki hvað sjoppan heitir en hún er fyrir neðan Egil Skallagrímsson og það er ekki Select heldur hin. Þess virði að gera sér ferð.

Komum á áfangastað kl. 16:35. Við sátum á 3. bekk svo við sæjum allt, reyndar vorum við með gleraugu svo sæjum allt í fókus. Þegar við komum inn hneigðum við okkur fyrir brúðgumanum í virðingarskyni fyrir að vera staðráðinn í því að framfylgja ekki þeirri hefð að hann og faðir hans hneigðu sig fyrir hverjum þeim sem kæmi inn. Brúðurin og faðir hennar gengu inn gólfið kl. 17:10. Brúðurin var auðvitað með slör og var í kjól sem var örlítið kremaður á lit og dróst slatti á eftir (veit ekki hvað endinn heitir á kjólamáli), rosalega fallegur. Þetta var fín athöfn og stóð yfir í rúman hálftíma. Já, og þau játtust hvoru öðru. Brúðhjónin voru keyrð í rosalegum BMW að veislunni (sem var í 100 m fjarlægð frá kirkjunni) og beið þá fullt af fólki með hrísgrjón og lét dynja á þeim. Þá fengum við fordrykk og fórum í salinn, sem var fallega skreyttur af starfsfólkinu. Gestir voru rúmlega 60 og veislustjóri var Þór, vinur Bigga. Fengum lunda í sallati og hálfgerðu laufarbrauði í forrétt, undarlega útlítandi réttur en alveg ágætur. Í aðalrétt fengum við rosalega gott lambakjöt og í eftirrétt var brúðartertan (marsipan). Sigga vinkona hélt ræðu þar sem hún sagði smá frá prakkastrikum þeirra Hlínar og var mjög skemmtilegt að hlíða á. Núna ætla ég að reyna að pumpa Siggu um fleiri uppátæki þeirra stalla. Svo plataði Sigga mig að vera með henni í Barbie og Ken leiknum, samt ekki alveg Barbie og Ken því við vorum með myndir en ekki brúður. Myndirnar fann Auður úti í bíl rétt áður og fékk Biggi mynd af Mr Bean og heitri gellu en Hlín fékk mynd af siðprúðri stúlku og nöktum, heitum karli. Vinir Bigga fengu hann svo til að taka tvö lög á gítar uppi á sviði. Svo kom einn með bókina með svörunum við öllum Já og nei spurningum og lét nokkra gesti spyrja um framtíð brúðhjónanna, og svo fengu brúðhjónin sitt hvora spurninguna. Þjónustufólkið stóð sig með algerri prýði, mjög fagleg.

Nú var komið að því að mynda brúðina með nánast öllum viðstöddum og mun ég sýna það síðar. Okkur Auði fannst nú ekki sanngjarnt að Bigginn okkar væri ekki myndaður svo við drógum hann til okkar í nokkrar pósur. Fólk fór að týnast heim rúmlega 21, enda margir sem búa á Akureyri og bara unga fólkið var eftir. Við vorum til rúmlega 23:30. Hlín og Biggi, til hamingju með að vera orðin hjón.

Auður var orðin heltekin af kvefi og svaf frá Borgarnesi, ég hélt fyrir henni vöku þangað til. Og þar sem ég var frekar syfjuð sönglaði ég nánst alla leið í bæinn (eins og við gerðum uppeftir).

Sunnudagurinn:
Náðum þriggja tíma svefni og tókum þá rútuna frá Loftleiðum. Kvöddum fyrst mömmu og pabba. Flugum frá Íslandi kl. 7:40.

Í flughöfninni tókum við eftir ægilega háværum krakka og sagði Auður að það væri alveg týpískt að hann myndi sitja hjá okkur. Svo óheppnar vorum við ekki enda krakkinn of ungur til að vera einn í sæti, svo foreldrar hans voru bara í sætunum beint fyrir aftan okkur og krakkaskrattinn öskraði allt of mikinn hluta leiðarinnar.

Vorum komnar svona 14:30 “heim”. Auður var svo kvefuð og með hausverk að hún steinsofnaði. Já, þannig var nú það.

Mánudagurinn:
Við vöknuðum ekki fyrr en 9:15 en Auður átti að mæta kl. 9 í skólann og það tekur hana klukkutíma að búast og ferðast. Ég stillti vekjaraklukkuna (gsm-inn) samviskusamlega í gær en gleymdi að stilla klukkuna á sænskan tíma svo hún var ekki á leiðinni að hringja fyrr en 9:40, tveimur tímum of seint. Það var síðan allt í lagi því Auður var svo með hausverk allan morguninn og auðvitað kvefið ennþá og hefði ekkert átt að fara í skólann.
Ég náði í eina töskuna okkar á T-centralen, sem við geymdum frá í gær. Ég fór með dragtina hennar Auðar í hreinsun, hún var blaut og lyktaði af bjór þegar ég tók hana upp úr íþróttatöskunni minni í gær. Taskan hefur blotnað milli þess sem ég lét Flugleiði hafa hana á Íslandi og þegar ég tók hana af bandinu í Svíþjóð, svo ég ætla að hringja öskureið í Flugleiði á morgun.
Tók tvær myndir og höfðum það kósí