Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, september 14, 2002
 
Á morgun munu Svíar flykkjast á kosningastaði og kjósa um krónprinsessu. Þar sem Auður verður þá 25 ára (eins og núverandi krónprinsessa!) þá er hún loksins hæf sem alvöru prinsessuefni. Núverandi krónprinsessa er verðugur andstæðingur og hefur sigrað allar kosningar hingað til. Fyrir mér skiptir engu hver úrslitin verða, Auður er og verður ávallt prinsessa í mínum huga. And belive me, hún trúir því á köflum sjálf!
En allavega, þið verðið að fylgjast spennt með þessum kosningum. Ég vil nú samt benda óvönum á að kosningarnar eru soldið flóknar, milliniðurstöður eru birtar í formi flokka og nafna sem þið munum lítið eða ekkert kannast við en í lokin er svo allt reiknað út. Ég held nú líka að ef Auður verður kosin þá muni hún hafna titlinum því það gengur frekar illa að reyna að verða doktor og sinna konunglegum skyldum um leið.

Í gærkvöldið fórum við í billjard (hálftímaferðalag með lest eins og vanalega) á JoLo & Co sem er hjá Odenplan. Þetta er afar snyrtilegur staður með 22 billjardborðum og þurfti ég að gerast meðlimur til þess að við fengjum að spila. Núna finnst mér ég ógó merkileg, meðlimur að billjardklúbbi!! Ég mæli allavega með þessum stað, þeir þurrka af glasaborðunum og allt (sem er sko aldeilis ekki alltaf gert á svona stöðum né heldur öllum börum!). Ég var í geðveikum billjardfíling og fóru leikar 4-1 fyrir mig.

Eftir verslunarferðina í gær ætlaði ég að kaupa 1 L af ís úr vél í Grillhörnan, sem er nokkurs konar Óla Prik staður (sem við Sigga og Ingimundur fórum oft á í menntó; ódýrir hamborgarar + franskar + kók). Ég segi náttúrulega á ensku að ég vilji 1 L af ís. Ég sé að kallinn stimplar inn óvenju lágt verð fyrir ísinn svo ég endurtek að ég vilji 1 líter af ís. Hann horfir smá á mig, svo ég segi þetta nokkrum sinnum í viðbót: One liter of ice, one liter. Á meðan er ég að velta fyrir mér hvort “líter” skiljist ekki á sænsku, ég meina við erum með “líter” á íslensku og ekki vöðum við í tökuorðum. Ég hélt að hann skildi ekki “one liter” svo ég bendi á ½ lítra kókpappaglas og segi “half liter”. “Oh, you want cola?”, segir hann. Ég kem honum í skilning um að ég vilji nú ekki kók heldur ís. Þá þarna rann upp fyrir mér að þau eiga ekki eins lítra umbúðir fyrir ís, í raun eiga þau bara pínkulítil box sem taka ábyggilega 0.1 líter. Pabbi hans var nú farinn að blanda sér í málið sem og konan hans. Nú sýndist mér að þau skildu loksins hvað ég vildi og buðust þá til að láta mig hafa ísinn í tveimur ½ lítra kókpappaglösum. Ég var auðvitað sátt við það, skiptir ekki öllu. En þá var ekki til nóg af ís í vélinni. Ég sagðist bara ætla að koma síðar en spurði svona af rælni hvað 1 líter myndi kosta. Þá horfði hann á mig og yppti öxlum, en eftir að hafa ráðfært sig við pabba sinn þá gáfu þeir mér upp verð. Hann hefur greinilega aldrei selt neinum 1 líter af ís. Hér í Svíþjóð eru greinilega staðlar sem á ekki fyrir neina muni að fara útfyrir, annars ertu greinilega talinn geðveikur (allavega var það “look-ið” sem ég fékk). En þetta er ábyggilega allt í lagi því þar sem ég er geðveik þá var ég svo “beyond” það að vera ókurteis að það er ekki hægt að reiðast mér, ég hef afsökun!
Ég fór áðan og fékk þá 1 líter af ís í tveimur ½ lítra kókpappaglösum, og ekkert vesen. Já ég er sko búin að temja Svíana!

Eins og þið sjáið þá er heilmikið um að vera fyrir atvinnulausa aumingja og þreyttar húsmæður.

Ég er ein heima núna, Auður er í bekkjarparýi, sem byrjaði kl. 17!!!!