Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, október 13, 2002
 
Í gær hengum við inni allan daginn, lásum og horfðum á sjónvarpið, en um kvöldið fórum við á “Bitch”. “Bitch” er skemmtistaður sem er opinn tvo laugardaga í mánuði og ábyggilega einungis opinn konum, allavega er hugmyndin að þar hittist konur og skemmti sér. Þegar best lét voru örugglega 150 konur þarna og flestar á dansgólfinu. Meira að segja við Auður dönsuðum við nokkur lög, og var það ég sem var dragbíturinn eins og vanalega.
Konurnar voru nú bara alls ekkert of lessulegar. Margar voru með sítt hár og fáar feitar :-)

Vorum líka inni í dag, fyrir utan að skreppa í búðina og videoleiguna. Sáum “American History X” (ég var reyndar búin að sjá hana), sem mér finnst mjög góð, og svo er Edward Norton svo sætur og mikill töffari í henni.