Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, janúar 07, 2003
 
Fólk er greinilega eitthvað farið að verða óþolinmótt vegna lítilla skrifa hjá okkur, allavega hrindi einn aðdáandanna í okkur og heimtaði blogg. Við vorum bara svo rosalega uppteknar um jólin að sinn gestunum, en hérna kemur smá.

Gamlárskvöld
Fíni rauði jóladúkurinn okkar smellpassaði á eldhúsborðið eftir þvottinn. Áður náði hann niður á golf svo hann hlýtur ad hafa styst um 40 cm.
Elduðum saman 3 kg önd. Höfðum fyllingu og allt og héldum sko að þetta dygði okkur líka daginn eftir en við kláruðum allt saman. Ég held að það hafi nú ekki verið vegna það að við séum einhver hrikaleg átvögl, innyflin fylgdu með inni í öndinni (hentum þeim eftir smá líffræðitíma) og svo hlýtur þessi að hafa verið mjög stórbeinótt (henni hefur ábyggilega verið strítt af hinum öndunum). Maturinn var geðveikt góður, ég smakkaði meira að segja fyllinguna mamma og hún var góð.
Eftir matinn horfðum við á Cirkus, alveg eins og heima nema að þessi var sænskur og mjög skemmtilegur og flottur. Spiluðum svo kana eins og vanalega og drifum okkur út rétt fyrir miðnætti. Við ætluðum sko að sýna Svíjunum hvernig Íslendingar sprengja gamla árið, við höfðum nefnilega keypt okkur nokkra flugelda og litlar tertur. Í stuttu máli tóku Svíarnir okkur í rassinn. Hverfið okkar er svipað Breiðholtinu, með fullt af blokkum og húsum sem liggja þétt saman svo þetta var langbesta heimaflugeldasýning sem ég hef séð.
Við fögnuðum svo nýja árinu með kampavíni sem í voru gullflögur, sem hefur valdið miklum hægðarvandamálum hjá okkur þar sem ekkert okkar hefur tímt að fara á klósettið!
Og auðvitað spiluðum við kana, til rúmlega 6 um morguninn. Héldum í okkur lífi með nammi, snakki og hvítlauksbrauði sem Bigginn okkar bakaði.