Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, febrúar 20, 2003
 
Ef þið hafið eitthvað farið inn á Myndahornið okkar undanfarið þá hafið þið kannski tekið eftir því að sumir linkanna virka ekki. Ástæðan fyrir því er að svona netfyrirtæki sem segjast bjóða ókeypis hýsingu fyrir myndir eru bara hálfvitar og þegar maður vill ekki borga fyrir að hafa myndirnar áfram þá loka þessir óþokkar bara síðunni manns. En sem betur fer á maður góða að og hefur Ingimundur öðlingur og frændi hjálpað okkur, hann hefur því af einskærri góðsemi sinni veitt okkur afnot af svæði á server-num sínum og meira að segja sett upp myndasíðu fyrir okkur sem ég er að bæta myndum á þessa dagana. Og það góða við þetta er að myndaforritið er laust við allar auglýsingar og að þarna geta allir notið fegurðar okkar því hægt er að stækka myndirnar almennilega.

Ég hef því tekið út linkinn á Myndahornssíðuna okkar en sett link á nýju síðuna í staðinn en linkurinn heitir ennþá Myndahornið.

Athugið að innan hverrar möppu eru oft nokkrar síður og ef þið viljið sjá myndirnar nánar þá nægir að klikka einu sinni á myndina með músinni. Einnig er hægt að setja athugasemdir við myndirnar en þá þarf fyrst að klikka á myndina (og þar með stækka hana) og klikka á "add comment" sem er undir myndinni.

Ég á miklu fleiri myndir og mun reyna að setja þær inn sem fyrst og tilkynni það að sjálfsögðu hérna. Þið hafið reyndar séð flestar myndanna sem eru inni áður en úr því verður bætt síðar eins og áður sagði.