Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, febrúar 10, 2003
 
Ég vil fyrir alla muni ekki bregdast Audi og tel thví upp allt sem vid keyptum á laugardaginn, not. Rakst á búd sem selur alls konar teiknimyndabaekur og keypti mér thví eina Ástríksbók sem ég hef ekki lesid ádur, ad sjálfsögdu á saensku. Ég sá nú fleiri sem ég hef ekki lesid en ákvad ad vera ekki eyda peningunum í of mikla vitleysu, ágaett ad byrja á einni. Bókin var nú ekki mjög dýr, kostadi 50 SEK (470 ÌSL) en ég held ad Ástríkur kosti ábyggilega tvöfalt meira heima. Ég maeli eindregid med Ástríki, rosalegur húmor í theim og thaer íslensku eru mjög skemmtileg thýddar, pabbi á mjög margar bókanna, bankid bara upp á.

Í Åliéns hittum vid par sem var ad vinna í decode, Kristjönu og kaerasta. Ég man ekki hvad hann heitir (Mummi, thú verdur ad hjálpa mér) en hann er Ástrali, hávaxinn med skalla en thad hár sem er til stadar er rautt og svo er hann med nokkrar freknur. Thetta er hún Kristjana sem var í Affy hópnum. Fyndin tilviljun. Thau komu fyrir viku til Stokkhólms og eru ad byrja í doktorsnámi í Karolinska en thar sem Åliéns er búd búdanna thá er nú skiljanlegt ad madur hitti fólk thar.

Keyptum flugmidana til Íslands um helgina, förum 6. júni (föstudagur) og komum til baka 27. júní (föstudagur). Hefdum ad sjálfsögdu viljad vera fram yfir helgina en Flugleidir bjóda laegstu fargjöldin fyrir thriggja vikna stopp, ef madur aetladi ad vera í fjórar vikur thá thyrfti madur ad borga 12 thúsund krónum meira. Getur einhver skýrt út fyrir mér hver munurinn er fyrir Flugleidi hvort vid séum 3 vikur eda 4 vikur! Vid erum allavega daudfegnar ad fargjöldin hafa laekkad. Thegar vid komum hingad í ágúst borgudum vid um 44 thúsund ÍSL fyrir hvorn mida en núna borgum vid 2400 SEK (23 thúsund ÍSL). Thad er naumast ad their geta allt í einu laekkad fargjöldin sín.
Ég keypti svo flugmida til Köben midvikudaginn 26. febrúar. Audur fer nefnilega til Lundar í verkefninu sínu til ad maela kristalla og aetla ég ad vera hjá Hlín og Bigga á medan, Audur aetlar svo ad koma á kvöldin og svo á hún frí um helgina. AEtli thad verdi spiladur kani!

Thar sem ad thad er snjór yfir öllu thá sér madur svo vel hversu mikid hundarnir míga í nágrenninu okkar, thad liggur vid ad skaflarnir vid hlidina á gangstígunum séu bara gulir. Thrátt fyrir ad ég sé nú ekki ýkja hrifin af hundum yfir höfud thá finnst mér margir í okkar nágrenni vera soldid saetir. Audur er alltaf ad bidja um gaeludýr, thad er í gódu lagi, thad er throskandi fyrir börn ad eiga gaeludýr! En hund faer hún ekki. Látid endilega gódar hugmyndir vardandi gaeludýr flakka.

Vil bara baeta vid ad ég sópadi gólfid á badherberginu og thvodi vaskinn og klósettid í gaer. Ég var nefnilega nánast í toppástandi eftir ad vid fengum okkur fjögurra tíma lúr eftir hádegi.