Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, febrúar 27, 2003
 
Thí, hí. Þetta er ritað frá höfuðstöðvum Bigga og Hlínar í Köben. Í gær, eftir vinnu, hélt ég nefnilega til Bromme flugvallarins (sem er inni í Stokkhólmi), flaug til Malmö og tók tvær lestar til Hovedbanan í Köben. Samtals tók sjálft ferðalagið ekki nema 3 klukkustundir en auðvitað er maður alltaf heillengi að koma sér á staðinn.
Við innritun á flugvellinum var A4 blað með myndum af því sem alls ekki má fara með í flugvélina, m.a. byssan manns og hnífurinn og ýmislegt annað hættulegt. Alveg eðlilegar kröfur svo sem. En þeim láðist greinilega að hafa mynd af golfkylfu því einn ferðalanganna fékk að fara með driver-inn sinn alla leið inn í flugvélina án athugasemda en 10 mínútum síðar vitust flugfreyjurnar átta sig á hættunni og innheimtu kylfuna.
Þetta er í fyrsta skiptið sem ég ferðast ein í og til útlanda, vanalega elti ég bara hina sem ég er í samfloti með, svo til öryggis spurði ég í hvert sinn sem ég fór í nýtt farartæki hvort áfangastaðurinn væri ekki örugglega réttur. Kannski smá paranoid.

Í dag vöknuðum við löngu fyrir hádegi og drifum okkur í bæinn. Biggi og Hlín voru sko búin að ákveða langt prógram. Btw, þá er þetta mín fyrsta ferð til Danmerkur. Allavega, við löbbuðum hið fræga Strik, það var nú bara svona venjuleg verslunargata og minnti mig nú bara á Amsterdam. Kíktum á Amalien-höllina og sáum verðina marsera, frekar fyndið, fórum að sjálfsögðu á Kentucky enda enginn svoleiðis búlla í Stokkhólmi og litum svo við í skoðunarferð í Carlsberg verksmiðjunni eða öllu heldur gömlu verksmiðjunni þeirra sem er eiginlega safn núna. Þar fengum við tvo ókeypis bjóra hvert (öðlingar) og smökkuðum nýja tegund hjá þeim, Capo, sem á að kjósa um ásamt þriggja annarra í apríl. Bjórinn er 7.7 %, rauður að lit og bara ofboðslega góður, ég hefði nú ekki trúað því að svona sterkur bjór gæti verið svona mildur og fínn, þú verður að prófa þennan bjór amma!

Hilsen!
Emelía