Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
mánudagur, maí 24, 2004
Fyrstu gestirnir í nýju íbúðina létu sjá sig seinasta fimmtudag. Það var familjen Fridriksson (Georg og Hrönn) og mættu þau með fullt af bakkelsi með sér því Georg var svo hræddur um að fá ekkert að borða hjá okkur. Þrátt fyrir þetta bakaði Auður mín frábærar pönnukökur. Fimmtudagurinn var fríadagur (eins og á Íslandi) og var ég því heima og tók til eins og brjálæðingur áður en gestirnir komu. Aujan mín var svo dugleg að skreppa aðeins í vinnuna, ég er handviss um að það hafi ekki verið til að sleppa við að taka til :) Á laugardaginn skruppum við í IKEA og keyptum m.a. fataslá og gardínur. Alveg hreint frábært að geta keypt tilbúnar gardínur sem þarf ekki einu sinni að sauma til heldur bara að strauja til að falda. Við fengum augastað á kommóðu en vorum með allt of mikið af dóti til að geta borið hana heim og verðum því að fara í vikunni aftur. Á laugardagskvöldið fórum við í afmæli hjá stelpum sem voru með Auði í Forskarskolan fyrir ári. Það var svo sem allt í lagi m.v. að ég í raun þekkti bara 2 fyrir utan mig og Auði. Gærdagurinn fór því mest í að hanga upp í rúmi og ná sér eftir laugardaginn. Auður var þó þrældugleg og þvoði allt. Við vorum síðan búnar að lofa að fara í bíó með Míu (djammvinkonu okkar) og urðum því að drösla okkur út. Ég sá nú ekki eftir því þar sem myndin The Monster var rosalega góð. Mig langaði reyndar ekki til að horfa á myndina á tímabili því ég vissi að hún endaði bara illa en það er algjörlega skiljanlegt að aðalleikonan hafi fengið óskarinn í ár fyrir þennan leik, hann var hreint frábær. Mæli sem sagt með The Monster, hún fær 5 atóm hjá mér. Eftir það var lítið annað að gera en að raka af sér allt hárið og er það styttra en ég hef nokkurn tímann haft það, það verður fínt eftir eina viku. Þegar maður er með svona stutt hár þá sér maður allar misfellur og ör á hausnum á sér (ég er samt með mjög fínt höfuðlag). Ég verð nú kannski að fara að spyrja foreldra mína út í örin mín, hvað hafi eiginlega gerst í minni æsku og hvort þau hafi virkilega talið að ég myndi aldrei komast að þessu :) Annars er ég bara með 3 ör sem ég sé, ekkert svo stór né ljót. |