Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, maí 10, 2004
 
Ég hélt í einfeldni minni að það að gifta sig snérist bara um það að vilja. Nei, ef þú elskar einhvern af sama kyni er það spurning um að fá. Eða öllu heldur fá ekki. Það er sumsé komið á hreint. Við getum ekki fengið að nýta okkur smuguna með sendiráðin eins og við vorum að vonast eftir til að gifta okkur. Það eru bara sænskir ríkisborgarar sem geta fengið að staðfesta samvist í sendiráðum og þá bara í sendiráðunum í Frakklandi, á Spáni og í Portúgal. Heterópakk getur auðvitað fengið að gifta sig í flestum sendiráðum Svíþjóðar. Ef lögunum heima verður ekki breytt mjög fljótlega verður bara brúðkaup hér í Svíþjóð og veisla/mótmælaaðgerðir á Íslandi.

Mér var kennt áður en ég kom út að það að vera samkynhneigður í dag væri nú bara alveg frábært, maður má þetta og hitt ef maður er frá Norðurlöndunum (f. utan finnland). En samt bara ef maður velur að vera bara samkynhneigður. Það er ekki hægt að ætlast til að maður fái að vera samkynhneigður OG eitthvað annað. Samkynhneigður OG kjörforeldri, samkynhneigður OG námsmaður erlendis, samkynhneigður OG í óvígðri sambúð. Nei, ef maður á annað borð “valdi” samkynhneigð verður maður að sætta sig við takmarkanirnar en fyrst og fremst á maður að vera þakklátur fyrir að fá að staðfesta samvist, að fá að ættleiða barn maka sins, að vera ekki settur í fangelsi fyrir það með hverjum maður kýs að eyða lífi sínu. Ég er komin með upp í háls á “jáen ástandið er svo miklu betra en fyrir tíu árum.” Mér er algjörlega skítsama. Það er samt óréttlátt að við Emelía fáum ekki að gifta okkur að fjölskyldunni viðstaddri eins og aðrir erlendir námsmenn fá, það er óréttlátt að Öggi og Kalli sem eru nýbúnir að kaupa sér íbúð saman eftir tæpra 4ra ára sambýli megi ekki skrá sig í sambúð og það er óréttlátt að ábyrg og elskandi samkynhneigð pör megi ekki ættleiða börn.

Niður með Svíþjóð!
Niður með Hagstofuna!
Niður með alþingi Íslendinga!
Niður með samkynheigða sem er þakklátir fyrir að láta beita sig órétti!
Niður með heterópakk sem vill viðhalda misréttinu!


Sítat dagsins á Olof sem er nýbúin að giftast Cristofer, kærastanum til 6 ára. Hann var spurdur um hvad honum thaetti um saensku samvistarlogin: “Annað hvort finnst manni að samkynhneigðir megi gifta sig eða ekki. Það kemur ríkinu ekkert við hvort ég giftist karlmanni eða konu”