Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
fimmtudagur, maí 13, 2004
Í gær fór ég til læknis og lét hann skafa út úr eyrunum á mér. Nú heyri ég alveg svakalega vel, því miður að sumu leiti. Vissuði að það heyrist í fötunum manns þegar maður hreyfir sig, ekki bara þegar buxnaskálmarnar nuddast saman? Það heyrist líka þegar maður strýkur eftir svona bakpokaefni og ef maður er með klink í vasanum þá heyrist í því þegar maður labbar, ekki bara þegar maður hleypur. Merkilegt. Við Emelía horfðum með öðru auganu á undankeppni júróvisjón í gærkvöldi, en eyrnaskafningurinn var gerður að tilefni júróvísjón. Okkur fannst auðvitað að Tómas hefði átt að komast áfram, þó hann hefði kannski mátt fara í smá salsakennslu áður en hann fór að syngja latínópopp á sviði. Með hinu auganu horfðum við á allt dótið okkar í kössum og allan skítinn sem við eigum eftir að þrífa. Reyndar er merkilegt hvað það er lítill skítur út um allt þó við höfum búið þarna í tvö ár, það er svona þegar maður býr með Emelíu duglegu sem þurrkar upp þegar hún hellir niður og sópar og ryksugar þegar það er komið ryk. Í kvöld verður lögð síðasta hönd á íbúðina fyrir flutingana á morgun. Á laugardaginn er ég búin að boða okkur í júrópartý, ég verð að nýta heyrnina á meðan hún endist. Og bara af því að ekkert hefur verið rætt um pool í þessum eða síðasta pósti: Pool, pool, pool/pool er svo kúl. |