Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, maí 04, 2004
 
Jæja, meiri USA ferðasaga. Þriðja dag í útlöndum fórum við á skíði eftir fyrirlestra morgunsins sem voru ágætir, m.a. um það að tjá prótein í frumufríum kerfum. Fyrsta ferðin var rosalega erfið því fórum í heimskulegar ísilagðar brekkur en síðan þegar við fundum góða leið var þetta mjög fínt. Svíarnir vildu helst ekki skíða með mér því ég var í skíðagallanum mínum en Palli lét það sig engu skipta og við skíðuðum í fínni brekku nokkrar ferðir án svíanna. Þá vorum við orðin svo svakalega þreytt og ætluðum heim. Það vildi ekki betur til en svo að við enduðum í einhverri hólabrekku sem við gátum næstum ekki skíðað og þegar við loksins vorum komin þar niður eftir mikið bis hreinlega neituðu lærin að vinna meira. Eftir stutta hvíld fórum við að líta í kringum okkur og sáum okkur til mikillar mæðu að við vorum neðan við skíðaleiguna og þurftum að labba upp til þess að skila skíðunum. Við héldum bæði að við myndum deyja en sem betur fer komumst við heilu á höldnu á fyrirlestra kvöldsins. Kvölmaturinn var aðeins ætilegri en daginn áður og eftir eitt rauðvín/bjór fórum við Palli að sofa og létum svíana um að djamma.
Á föstudeginum eftir fyrirlestrana var ferðinni heitið til Salt Lake City og við hlökkuðum til að sjá alvöru bandaríska borg. Held ég hafi aldrei komið á leiðinlegri stað. Þar voru kirkjurnar og garðarnir í kringum þær alveg svakalega fallegt en síðan var ekkert þarna, nema bankar og ljótir og niðurdrepandi verslunarkjarnar. Við vorum öll rosalega feginn að komast burtu frá Salt Lake og hlusta á fyrirlestur um nýja röntgengeisla “source” sem hægt er að koma fyrir í venjulegu herbergi og er samt nógu góður til að nota í strúktúrgreiningu. Ég fór síðan með tveimur labfélögum mínum í billjarð um kvöldið.
Við fórum aftur á skíði á laugardeginum og þá var færið algjör draumur og engar raðir. Ég var hins vegar alveg búin eftir tvo tíma og ákvað að skíða heim. Það vildi ekki betur til en svo að ég villtist aftur og þurfti að fara upp með lyftunni alveg upp á topp aftur og skíða alla leiðina heim. Þá var ég gjörsamlega dauð. Um kvöldið var okkur boðið í partý hjá Kanadamönnunum. Á slaginu ellefu kom fyrsta kvörtunin, og hálftíma síðar komu öryggisverðir á hótelinu og hótuðu að kalla á sjerreffin ef við héldum ekki kjafti. Það var enginn tónlist í gangi og fólk bara að tala saman. Mormónar eru pirrandi og partíið var því búið um miðnætti.
Á sunnudeginum milli fyrirlestra svaf ég og um kvöldið var lokapartý ráðstefnunuar sem var bara mjög skemmtilegt, með DJ og allt. Ég, Palli og hommahatarinn í hópnum mínum vorum þau einu í okkar selskap sem entust allt partýið. Ég var auðvita svo forsjál að kaupa bjór áður en búðin á hótelinu lokaði og því vorum við þrjú með eftirpartý í herberginu hans Palla til tvö. Okkur fannst við vera eina fólkið með viti og spjölluðum aðalega um kynvillinga. Klukkan hálfsex morguninn eftir þegar við þurftum að vakna til að fara í flugvélina vorum við hins vegar ekki eins ánægð og ég og hommahatarinn vorum eiginlega hálfdrukkin í tollskoðuninni, enda bæði tekin í aukatékk, þó enga njálgleit. Flugferðin var afar óþægileg og ég var eins og undin tuskar, illa reitt hæna og útigangskelling þegar til svíþjóðar kom.
Ráðleggingin: Ekki drekka til tvö þegar þið þurfið að ná flugvél hálfníu daginn eftir.