Svíþjóðarferð |
|
Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.
Ýmislegt
Linkar
|
mánudagur, febrúar 14, 2005
Er í mjög vondu skapi, mest útaf þessum heimsku degi sem verið er að reyna að troða inn á mann. Ef að maður er ekki nógu klár að fatta að maður á að vera góður við kærustuna sína amk einu sinni á ári án þess að kaupmannasamtökin segi manni það, ætti maður að velta alvarlega fyrir sér af hverju maður er með henni. Djö.... Um helgina var ársfundur í billjardfélaginu okkar og félagskeppni (heitir það ekki það). Emelía var svo duglega að hún var Rookie of the year, fékk rosa fína viðurkenningu og allt. Hún vann eitthvað böns af leikjum en skemmtilegast fannst okkur þó að hún vann kennarann okkar úr mánudagstímunum. Ég vann hana einu sinni alveg óvart og hún varð alveg brjáluð og síðan þá er það markmið hjá Íslandsdeild klúbbsins að vinna hana. Hún er reyndar miklu betri en við en samt.... Á meðan þeir allra bestu kláruðu að spila sína leiki skruppum við Emelía í svona fyrir-umbreytingu-innflutningspartý þar sem vinnufégar mínir sem eru nýflutt í miðbæinn sýndu nýju íbúðina áður en þau byrja að mála og brjóta og breyta. Síðan verður svona eftir-umbreytingu innflutningspartý síðar og þá á maður að koma og segja hvað þau voru dugleg og hvað allt er miklu fínna núna hjá þeim. Við vorum þarna í ca. klst. og fórum svo aftur á poolstaðin og borðuðum góðan mat. Síðan var smá spjall og svo bara heim að sofa. Í gær smökkuðum við rosa gott kampavín sem var sérstaklega keypt sem prufuflaska fyrir brúðkaupið. Það var alveg svakalega gott, af kampavíni að vera en því miður dálítið dýrt. Það var svona ekki of sætt og ekki of þurrt. Ef þið vitið um eitthvað gott en ekki rosa dýrt kampavín megiði endilega láta okkur vita. |