Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, febrúar 18, 2005
 
Á miðvikudaginn fórum við Emelía á skíði. Við fórum í skíðabrekku hverfisins okkar, Hammarbybacken sem er bara hin álitlegasta, lengri en borgarbrekkan og styttri en gilið (í bláfjölllum). Ég vildi auðvita prófa nýju skíðin sem ég fékk í jólagjöf og þau reyndust stórvel. Emelía þurfti að leigja sér skíði og þar var sami fasisminn og venjulega: maður varð að skilja eftir ökuskírteinið sitt til að geta leigt skíði og maður VARÐ að kaupa hulstur undir lyftukortið sem maður hafði síðan á handleggnum. Fífl. En við skemmtum okkur stórvel í "fríska" loftinu og kuldanum og létum nöldursegginn sem lenti af einhverjum ástæðum ítrekað á eftir okkur í lyfturöðinn ekkert fara mikið í taugarnar á okkur.

Í kvöld er síðan fundur í bókaklúbbnum mínum. Við ætlum að tala um Dr. Glas eftir Hjalmar Söderberg (borið fram jelmar Söderberj) sem fjallar um hvort rétt sé að drepa menn fyrir góðan málstað. Nokkuð góð bók.