Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, október 17, 2005
 
Fyrst að Auður ætlaði að svara fullt af spurningum um sig þá gat ég ekki brugðist mínum aðdáendum.


Heitir?
Emelía Guðrún Eiríksdóttir. Ég er bara kölluð Emelía af fólki nema föðurfjölskyldunni minni því amma heitir líka Emelía (ekki eftir mér!!) og mömmu (ekki lengur bara þegar hún skammar mig).

Gælunöfn?
Ég var kölluð Elski Pelski af móðurfjölskyldunni þegar ég var óskírð. Eftir skýrnina var ég oft kölluð Milla af móðurfjölskyldunni, sérstaklega af afa á Grænó. Berti segir stundum Em. Fyrir nokkrum árum ákváðu Hlín og Sigga að ég fengi gælunafnið Emó og það segja þær stundum.

Afmæli?
17. júlí

Fæðingarstaður?
Fæðingarheimilið í Reykjavík. Veit ekki hvort það sé starfrækt enn.

Hæð?
168 cm.

Hárlitur?
Brúnn en er víst komin með eitt og eitt grátt. Ég sé það bara sem ljósan punkt í lífinu að líkaminn hætti að strefa við að gagnslausa hluti eins og að framleiða einhvern lit á hárið á mér og einbeiti sér í staðinn að því að halda mér á lífi sem lengst.

Augnlitur?
Blár eða gráblár

Gleraugu?
Þegar ég horfi á sjónvarp, fer á fyrirlestra og vil sjá eitthvað annað í fjarska.

Tattú?
Nei en hef langað lengi í, sérstaklega þegar ég drekk. Býst ekki við að ég fái mér úr þessu.

Fælni?
Hef verið illa við köngulær síðan ég man eftir mér. Það skánar þó með árunum, ég er allavega hætt að öskra brjálæðislega þegar ég sé þær.

Innblástur?
Innblástur, hvað er nú það. Ég á voðalega erfitt með að skrifa greinar og svoleiðis læt mér því ekki detta í hug að skrifa sögur, ljóð, söngtexta eða neitt yfir höfuð. Ég get jafnvel fengið ritstíflu þegar ég skrifa á bloggið sem er þó að mestu leyti rugl.

Fjölskyldan?
Aujan mín og bráðum Gússí.

Atvinna?
Það er nú spurning. Þetta á að kallast nám sem ég er í en það er meira eins og vinna.

Framtíðar atvinna?
Hef ekki hugmynd. Vona reyndar að ég/við fái vinnu á Íslandi eftir námið.

Hæfileikar?
Þeir eru svo margir að ég hef eiginlega ekki tíma til að telja þá alla upp. Nefni þó nokkra: er góð í drykkjuleikjum, spilum og íþróttum og er greinilega afar frjó :)

Hvar ertu?
Í vinnunni.

Hvað ertu að gera?
Reyna að skemmta lesendum mínum með því að svara þessu.

Hvernig er veðrið úti?
Sól, óskýjað og lygnt en slatta kalt.

Hvernig hefurðu það?
Bara mjög gott miðað við aðstæður að ég held. Gússí virðist stela soldið orku frá mér því ég mun þreyttari en fyrir nokkrum mánuðum.

Síðasta manneskja sem þú talaðir við í síma?
Aujan mín fyrir hálftíma.

Í hverju ertu?
Inniskóm, sokkum með munstri að ofan, teygjubuxur fyrir óléttar kellingar, g-strengs nærbuxum, hlýrabol og renndri peysu sem stendur England á.

Á hvaða lag ertu að hlusta?
Ekki neitt, ég hlusta vanalega ekki á tónlist nema heima og þá er það yfirleitt því Auður setur hana á fóninn.

Síðasta bók sem þú last?
Kláraði Kleifarvatn eftir Arnald Indriðason um helgina. Hún var helvíti skemmtileg eins og allar hinar í seríunni.

Næsta bók sem þú ætlar að lesa?
Keypti “Allt om barn” um helgina þar sem farið er í meðgöngu og fyrstu sex ár barnsins. Ég mun örugglega vera að lesa hana næstu árin.

Uppáhalds bók?
Á enga uppáhalds bók en hef lesið margar mjög skemmtilegar.

Síðasta kvikmynd sem þú sást?
Sá sænsku myndina “Tjenare Kungen” á laugardaginn. Hún var fín afþreying

Næsta kvikmynd sem þú ætlar að sjá?
Ætli það verði ekki eitthvað sem okkur áskotnaðist í seinustu viku á DVD.

Uppáhalds kvikmynd?
Þetta er jafn erfið spurning og með bókina.

Fallegasta kona (utan maka)?
T.d. Angelina Jolie og Elizabeth Hurley eru mjög fallegar.

Fallegasti maður (utan maka)?
Hef alltaf þótt Brad Pitt sætur.

Hvað gerðirðu á síðasta afmælisdeginum þínum?
Fékk mér göngutúr með Auði og svo borðuðum við heima. Mig langaði ekki að gera neitt því mér var frekar óglatt.

Veski?
Já, ég á eitt veski sem er reyndar undir greiðslukort. Í því er greiðslukort, persónuskílríki og nokkur önnur kort auk peningaseðla.

Kaffi?
Drekk ekki kaffi því mér finnst það hreint ógeðslegt á bragðið.

Skór?
Númer 39.

Bíll?
Á engan bíl núna en hef átt tvo. Hjóla í vinnuna en tek annars lest eða strætó.

Heitir hann..?
Ég ætla bara að þykjast vera saklaus núna og segja “hann hver?”

Ilmvatn?
Ekki þessa dagana. Er ekki hrifin af of mikilli lykt eins og stendur og vil ekki nota ilmvatnið mitt fyrr en meðgöngu lýkur því heyrst hefur að konur geti stundum ekki notað ilmvatnið sitt aftur.

Derhúfa?
Neibb, hætti að nota derhúfu fyrir nokkrum árum því Auði fannst það ljótt :)

Planta?
Eigum tvær orkedíur (hvíta og bleika), tvö kínversk tré sem ég plantaði, bambusa og eitthvað eitt enn.

Tannbursti?
Já, bara svona venjulegur sem kann ekkert mörg trikk.

Súkkulaði eða vanilla shake?
Fæ mér bara sitt á hvað.

Smjör eða salt á poppcorn?
Salt og mikið smjör.

Einhverntíma verið samið um þig lag?
Ábyggilega, veit bara ekki af því. Einn aðdáandanna hefur ort afskaplega fallegt ljóð um mig.

Hvað lag grætir þig?
Öll lög í brúðkaupinu okkar virtust græta mig. Hingað til hefur hins vegar bara ákveðinn kafli í 7. synfóníu Beethovens haft þessi áhrif á mig.

Hvaða lag gleður þig?
Mörg lög gleðja mig, man ekkert sérstakt eins og er enda er ég afleit í lagaheitum og öðru sem snýr að nöfnum.

Uppáhalds lag?
Ekkert eins og er.

Hvaða bragð er í munninum á þér?
Kíwí og appelsínubragð.

Verðuru bílveik/sjóveik?
Já og þarf oft lítið til.

Hefurðu slæman ávana?
Neeeeei, ekki svo ég muni. Hætti að naga neglurnar í sumar og vona að það haldist.

Þinn helsti kostur?
Það er nú erfitt að dæma hver þeirra er helstur. Ætli það sé ekki hversu auðvelt ég á að sjá fyndnu hliðarnar á hlutunum.

Þinn helsti galli?
Kannski stjórnsemin á heimilinu.

Semur þér vel við foreldra þína?
Já, alveg prýðilega.

Finnst þér gaman að keyra?
Mér finnst það mjög gaman. Ég kýs reyndar að keyra sjálf en að vera í bíl með öðrum vegna þess hversu auðveldlega ég verð bílveik. Mér finnst fínt að vera í bíl með Auði því hún veit hvað gerir mig bílveika og forðast það, þessi elska :)

Áttu börn?
Nei, en það líður að því.

Hver er þín helsta eftirsjá?
Ég sé ekki eftir svo mörgum hlutum í lífinu og væri í raun ekki til í að taka neinn þeirra aftur því þeir eru hluti af reynslunni og þeirri manneskju sem ég er í dag.

Ef þú værir litur, hvaða litur værirðu?
Blár.

Hvað gleður þig?
Það gleður mig nógu mikið dagsdaglega að heyra og sjá Auði mína.

Hvað grætir þig?
Núna er ég á örlítið viðkvæmara stigi en fyrir nokkrum mánuðum og gætu furðulegir hlutir svo sem grætt mig, þó helst eitthvað sorglegt í sjónvarpinu.

Hvað er næsti geisladiskur sem þú ætlar að kaupa?
Ég kaupi vanalega ekki geisladiska handa sjálfri mér, Auður er meira í tónlistardeildinni á heimilinu.

7 hlutir í herberginu þínu?
Barnarúm, hjónarúm, stólar fyrir fötin, nýju náttborðin, fataslá, yfirdýna fyrir beddann, fataskápar.

7 hlutir áður en þú deyrð?
Nokkur börn og ferðalög. Hafa það afar þægilegt og fínt í sátt og samlyndi við Auði og fjölskylduna. Hef fyrir löngu ákveðið að við Auður ætlum að vera ríkar til að geta átt fínt hús á Íslandi og geta gert ýmislegt fyrir og með börnunum. Þetta er í raun mun meira en 7 hlutir!

7 hlutir sem þú segir mest?
Hef ekki hugmynd satt að segja.

Reykirðu?
Nei og finnst sérlega ógeðslegt að finna reykingarlykt núna.

Notarðu eiturlyf?
Nei og ef ég gerði það þá myndi ég nú ekki skrifa það hér!

Biðurðu bænir?
Nei, er ekki trúuð í kristinlegum skilningi. Ég trúi á mig og bið þess að allt verði í lagi hjá mér.

Hefurðu vinnu?
Sjá svar við svipaðri spurningu að ofan.

Sækir kirkju?
Nei enda sé ég endan tilgang með því.

Lýstu fyrsta kossinum þínum?
Hann var mjúkur og góður.