Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, október 17, 2005
 
Kalli klukkadi okkur. Thar sem vid erum heimskir utlendingar föttudum vid ekkert hvad hann atti vid og heldum ad hann vaeri ad minna okkur a eitthvad. Undarlega ordad en ok. Svo taladi Emelia vid hann i sima um daginn og tha kom i ljos ad klukk er eitthvad stadreyndir um thig. Eg for tha skommustuleg inn a siduna hans (eg tok aldrei thessu vant mark a thvi thegar hann hotadi ad haetta ad blogga i lok sumars) og fann tha thvilikt langan spurningalista sem eg koperadi inn i word og svaradi samviskusamlega. Eg taladi sidan vid Emeliu adan og tha hafdi hun fylgst eitthvad betur med og sa ad thetta klukk voru einhverjar 5 stadreyndir sem madur atti ad segja um sjalfan sig. Goddamn, svona er ad nenna ekki ad lesa leidbeiningarnar. En nu aetla eg ad birta thessi blessudu svor af tvhi ad eg var buin ad svara ollu.

Heitir?
Auður Magnúsdóttir, en stundum Aodor Magnusdottir (með mjúku g), stundum Auþur og stundum Öjdor og allt þar á milli. Svíar eiga bágt.

Gælunöfn?
Auja

Afmæli?
15. september, alveg eins og kata sys

Fæðingarstaður?
held Rvk.

Hæð?
172 skv. nýjustu mælingum

Hárlitur?
gult skv. 6 ára vinkonu minni

Augnlitur?
Blár

Gleraugu?
Þegar ég man og nenni og vil sjá eitthvað

Tattú?
Sko, hvað má þetta vera langt svar. Kannski fyrir svona 5-10 árum. Núna er hver einasta barbídúkka með tattú og heldur að hún sé kúl. Plís! Þetta er svona eins og að hlusta á pönk og rokk í dag og halda að maður sé rebbel. Eða versla í spútink og halda að maður sé listamaður. Sumsé nei.

Fælni?
Fiðrildi (sérstaklega inni), biðraðir, lokuð rými, IKEA

Innblástur?
Þúsund hlutir. Yfirleitt afurð innblásturs einhvers annars

Fjölskyldan?
Eiginkona, barn í maga, mamma og pabbi, systkini, stjúpforeldrar og stjúpsystkini, mágar og mágkona, ömmur og tengdaforeldrar plús alls konar viðhengi og framlengingar.

Atvinna?
Doktorsnemi (er það ekki annars vinna)

Framtíðar atvinna?
Vísindakona, annaðhvort sell át hjá einhverju fyrirtæki eða hugsjónamanneskja í háskólanum, sem ekki getur framkvæmt neinar af fínu hugmyndunum því það er ekki til neinn peningur

Hæfileikar?
Úff púff. Á auðvelt með að læra. Annars er ég svo fljót að missa áhuga á öllu að ég endist ekki til að þróa neina sérstakan hæfileika

Hvar ertu?
Í vinnunni

Hvað ertu að gera?
Bíða eftir næsta skrefi í tilrauninni minni

Hvernig er veðrið úti?
Skítkalt gluggaveður

Hvernig hefurðu það?
Mjög gott

Síðasta manneskja sem þú talaðir við í síma?
Karvel í uppsala

Í hverju ertu?
Eldgamalli 66°N peysu, Gallabuxum, bol, nærum og haldara úr H&M (ég er nemi!)

Á hvaða lag ertu að hlusta?
Var að hlusta eitthvað teknó

Síðasta bók sem þú last?
Rokkað í Vittula.

Næsta bók sem þú ætlar að lesa?
Er að lesa Ett öga rött eftir Jonas Hassan Khemiri, Heimsljós eftir Halla L og Molecular biology eftir Lodish. Ætla að lesa Augu þín sáu mig eftir Sjón og Ég heiti ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Grímsdóttir, báðar á sænsku. Svo er eg ad hlusta a eitthvad glaepo um brennuvarg.

Uppáhalds bók?
Ertu að grínast? Hvernig á maður að geta valið. Jú, ætli það sé ekki Englar Alheimsins eftir Einar Má.

Síðasta kvikmynd sem þú sást?
Sá Dagbók Bridet Jones í gærkvöldi

Næsta kvikmynd sem þú ætlar að sjá?
Ekki glóru. Ekkert sérstakt á dagskrá. Liklega Harry Potter

Uppáhalds kvikmynd?
Matrix

Fallegasta kona (utan maka)?
Helena Christensen

Fallegasti maður (utan maka)?
Jude Law

Hvað gerðirðu á síðasta afmælisdeginum þínum?
Vann og fór út að borða með Emelíu á frábærum veitingastað.

Veski?
Er með lítið svona kortaveski. Sórt veski er bara til að safna drasli í. Hver er annars spurningin

Kaffi?
JÁ! Sterkt og svart

Skór?
Er í ljótum inniskóm með táfýlu núna. Nota númer 38 en máta alltaf 39 fyrst. Er farin að þróa með mér smá skófetish. og veskjafetish.

Bíll?
Nei, en á gult hjól sem ég fer í vinnuna á

Heitir hann..?
Hjólið hlýtur að heita gamli gulur

Ilmvatn?
212.

Derhúfa?
Nei er ekki nógu sterkt orð

Planta?
Emelía ræktar nokkrar sætar plöntur sem ég vökva stundum en ætla ekki að hrósa mér fyrir

Tannbursti?
Bleikur og hvítur collgate

Súkkulaði eða vanilla shake?
Enginn sjeik. Er þetta bandarískt? Sjeik? Derhúfa?!??

Smjör eða salt á poppcorn?
Bæði. Þó mun meira smjör. (það er k í poppkorn eins og Kalli sagði)

Einhverntíma verið samið um þig lag?
Nei. Held ekki. Eða jú. Sálin hans jóns míns samdi um mig lag þegar ég var í gaggó. Þeim fannst ég undarleg. Svo er nú það.

Hvað lag grætir þig?
Ekkert

Hvaða lag gleður þig?
Summer time eftir Gershwin (eða hvernig sem það er skrifað) eftir að Íris kærasta Ömma bró spilaði það svona vel í brúðkaupinu okkar Emelíu. Svo kemst ég alltaf í stuð þegar ég heyri Can’t get you out of my head með Kylie sætu.

Uppáhalds lag?
Veit ekki. Jesus to a child með Gogga kannski. Svo er uppáhaldslag eitt orð

Hvaða bragð er í munninum á þér?
Kaffibragð

Verðuru bílveik/sjóveik?
Bílveik ef ég les á ferð

Hefurðu slæman ávana?
Milljón. T.d. of mikið kaffi, blót ofl.

Þinn helsti kostur?
Var ekki spurt að þessu áðan? Hvað eru þetta eignilega margar spurningar? Aðlögunarhæfni kannski.

Þinn helsti galli?
ríf kjaft, óþolinmæði, skapstór

Semur þér vel við foreldra þína?
Mjög vel

Finnst þér gaman að keyra?
Já. Fannst mjög gaman að keyra jepplinginn hennar mömmu í sumar upp á hálendi

Áttu börn?
Bráðum

Hver er þín helsta eftirsjá?
Allt sem ég hef (ekki) gert vegna heigulsháttar

Ef þú værir litur, hvaða litur værirðu?
Það veit ég ekki. Er ekki fjólublár litur lesbía? Gegnsær litur vísindamanns? Fjólublá glæra kannski.

Hvað gleður þig?
Margt. Helst Emelía.

Hvað grætir þig?
Mjög margt. Er farin að grenja æ oftar. Er í tengslum við tilfinningar mínar (æl)

Hvað er næsti geisladiskur sem þú ætlar að kaupa?
Veit ekki. Geisladiskar eru svo dýrir. Langar smá í Best of Cohen. Svo einhvern góðan teknódisk.

7 hlutir í herberginu þínu?
Svefnherberginu? Stofunni? Tölvuherberginu? Jæja þá. Svefnherberginu: Barnarúm, náttborð, náttborð, rúm, stóll, stóll, græn heimapeysa

7 hlutir áður en þú deyrð?
Að tala mörg tungumál reiprennandi, vinna alvöru hjálparstarf, vera gott foreldri, skrifa bók, vera þolinmóð næstum alltaf (eða fara á reiðistjórnunarnámskeið), leika í leikriti, læra keilu (ég hitti yfirleitt í rennuna)

7 hlutir sem þú segir mest?
Kúl, typ (sænska), ástin mín, fökk, helvítis, fáviti, MATUR!

Reykirðu?
Nei, kann það ekki

Notarðu eiturlyf?
Ég myndi líklega ekki játa það á bloggsíðunni? Ég nota fíkniefni eins og kaffi og áfengi.

Biðurðu bænir?
Nei

Hefurðu vinnu?
Þannig. Fæ allavega laun.

Sækir kirkju?
Nei.

Lýstu fyrsta kossinum þínum?
Ég og kærastinn minn vorum búin að vera saman í nokkra daga en höfðum ekki kyssts (halló) en thegar vid gerdum thad loksins var thad mjög spennandi en dálitid klaufalegt af amk minni hálfu.