Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, nóvember 13, 2005
 
Fórum í gær með Hrönn og Georg á útsölumarkað í Barkarby. Þar sem við Auður þurftum að versla svo mikið þá yfirgáfum við þau strax. Keyptum að sjálfsögðu föt á Gússí. Við höldum að núna eigi Gússí föt sem munu duga í nokkrar vikur. Sú frábæra búð IKEA var í grenndinni og keyptum við þar alveg slatta fyrir barnarúmið. Núna vantar okkur bara kodda og lak fyrir barnarúmið og skiptiborð en þá erum við barasta tilbúnar fyrir Gússí.
Tilgangur ferðarinnar var nú eiginlega líka að kaupa jólagjafir en það fór nú eitthvað lítið fyrir þeim, við vorum svo uppteknar í öllum barnabúðunum. Við teljum nú þegar að við verðum svona óþolandi foreldrar sem finnst börnin okkar vera best í heimi :)
Annars erum við að velta því fyrir okkur hvort það sé eitthvert samband milli þess hversu mikið börnin sparki á meðgöngunni og að þau verði óvær eða jafnvel ofvirk. Gússí virðist vaka á öllum stundum sólarhringsins og er mjög lífleg. Ljósmóðirin okkar hefur sagt að ef börnin sparki þá sé það merki um að þau séu hraust og allt sé í lagi. Hún hefur hins vegar ekki sagt okkur að það séu nú takmörk fyrir öllu.

En að öðrum fréttum. Á föstudeginum fyrir viku komu Sigga og Gilli í fjögurra daga heimsókn til okkar. Það var rosalegt fjör allan tímann og óskaplega mikið verslað svo ekki sé minnst á drykkjuna á þessu liði (Auði, Siggu og Gilla) ;)
Gilli varð þrítugur á þessum föstudegi og fórum við því með hann í stangveiðibúð og létum hann velja sér eitthvað frá okkur Auði og Bigga og Hlín. Úr varð veiðitaska og eitthvert kitt með hníf, rotara og vog. Sigga var alveg á nálum alla helgina að þurfa að smygla þessum hníf inn til Íslands og endaði hún á því að tilkynna hnífinn í töskunni þegar hún tékkaði sig inn á Arlanda (flugvellinum fyrir utan Stokkhólm). Heiðarleiki borgar sig líklega stundum því þetta var allt saman leyfilegt.
Á kvöldin vorum við heima og spiluðum öll spil sem fundust í húsinu: póker, sequence og scrabble. Ég held bara að ég hafi nú ekki borðað eins mikið í margar vikur og þessa helgi, við vorum alltaf að, á veitingarstöðum eða heima. Ég borðaði meira að segja Brie ost því Sigga sagði að það væri í góðu lagi en hingað til hefur maður fengið að heyra frá ýmsum óléttum kellum að það sé eitt af því sem sé á bannlista. Ef maður ætti nú að fara algjörlega eftir þessum bannlista þá myndi maður líklega deyja úr hungri. Sigga er svo stútfull af óléttu- og barnafróðleik og var ég því nánast með þriðju gráðu yfirheyrslu þessa helgi. Ég tel mig því nánast í stakk búin fyrir allt :)
Við þökkum Siggu og Gilla æðislega fyrir komuna og vonum að þau standi við loforðið sitt að koma árlega í heimsókn.