Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, janúar 31, 2006
 
Eins og Arna benti réttilega á í tjáningarkerfinu í gær þá er bolludagurinn 27. feb en ekki á mánudaginn næsta eins og ég hélt fram. Ég kíkti reyndar á eitthvert dagatal á netinu en ég tók greinlega ekki betur eftir en svo að það dagatal var fyrir 2005. Ég get því æft mig í 27 daga í viðbót (ef ég verð ekki upptekin við eitthvað annað) og miðað við tölfræðina þá ættu bollurnar að takast allavega þrisvar sinnum; ekki slæmt.
Annars er seinasti dagurinn í vinnunni og mun ég m.a. eyða honum á tveggja tíma fundi sem öll deildin mín verður á. Ég elska fundi (NOT!!!) og á þessum er farið í gegnum fjármagn deildarinnar og fleira áhugavert. Það ætti líklega að lyftast á manni brúnin við að hver og einn fær heila pizzu og kók í boði deildarinnar. Þessar pizzur eru hins vegar langt frá því að vera góðar og seinustu ár hefur kókið ekki verið Coca Cola heldur eitthvert sænskt Kola. Svíar eru með margar eigin vörutegundir sem þeir meta mikils, en að taka þetta Kola fram yfir alvöru kók er eins og að Íslendingar myndu hylla Bónus Kóla sem allir heilvita menn sjá að er alveg út í bláinn.
En svo ég breyti yfir í sænskan hugsunarhátt þá á maður að vera þakklátur fyrir það sem maður fær (en samt hefur maður rétt til að kvarta og kvarta og kvarta ef maður fær ekki nákvæmlega jafn mikið og næsti maður!).