Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, janúar 20, 2006
 
Á föstudaginn fyrir viku var ég heima, var að reyna að ná úr mér horinu og slíminu úr hálsinum. Þetta kom sér afar vel því þá gat ég hringt í ömmu í Vorsabæ og óskað henni til hamingju með afmælið en hún varð áttræð. Amma hljómar alltaf svo hress og ekkert að heyra að aldurinn hái henni. Að sjálfsögðu sameinaðist stórfjölskyldan um kvöldið og borðaði saman. Fyrir valinu varð Hótel Örk og fór þetta víst allt saman friðsamlega fram. Við Auður komumst því miður ekki í afmælið en við fengum smá sárabót því pabbi sendi mér þessar myndir sem hann tók.
Núna eru bara 7 virkir dagar eftir í vinnunni. Ég hætti nefnilega að vinna í lok janúar og ætla þá bara að dúlla mér í "sumarfríi" þar til Gússí fæðist. Hrönn ætlar þá að hafa ofan af fyrir mér enda ekki mikið að gera hjá henni þar sem Eiríkur er svo þægur. Annars fórum við til Hrannar og Georgs á miðvikudaginn og borðuðum pizzu. Við fengum að sjá nýjustu trikkin hans Eiríks sem voru að skríða og toga í typpið á sér og gerði hann álíka mikið af hvoru.