Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, janúar 29, 2006
 
Á okkar heimili hafa allir það glymrandi fínt. Seinustu vikur hafa verið soldið kaldar í Stokkhólmi enda janúar og febrúar köldustu mánuðirnir. Ég held að við höfum ekki gert neitt af okkur undanfarið sem hefur einmitt verið ástæða þess að við höfum ekki bloggað. Í gær drifum við okkur þó á Pizza Hut og í bíó. Sáum "Fun with Dick and Jane" með Jim Carrey og var hún alveg þokkalega fyndin á köflum, þið ættuð því ekki að sjá eftir þeim peningum.
Það eru bara 2 dagar í að ég verði heimavinnandi húsmóðir. Á bara eftir að vinna morgundaginn og þriðjudaginn og er svo bara komin með tuskuna í hendina. Ég verð að viðurkenna að ég hlakka nokkuð mikið til; ekki veitir af að þrífa aðeins heimilið og þvo öll fötin af Gússí. Þessi verkefni gætu enst mér í nokkra daga og ég hef ekki minnstu áhyggjur af að mér eigi eftir að leiðast.
Hérna er mynd af bumbunni 36 vikna.