Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar





























































This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, janúar 11, 2006
 
Við erum báðar á lífi, komum heim frá Köben seinasta laugardagskvöld. Þá vorum við búnar að vera hjá Bigga, Hlín og Valtý í 2 vikur og 2 daga yfir jólin, áramótin og þrítugsafmælið hennar Hlínar. Við gerðum nú mest lítið allan tímann og slöppuðum því nokkuð vel á.
Aðfangadagssteikin (hamborgarhryggur), jóladagssteikin (hangiket) og gamlárssteikin (kalkúnn) voru alveg glymrandi góð. Það leynast því greinilega miklir kokkar meðal okkar (eða öllu heldur meðal Auðar, Bigga og Hlínar).
Við prófuðum í fyrsta skiptið “Friends spilið”. Að sjálfsögðu vorum við Auður nokkuð glöggar í spilinu enda höfum við horft fáránlega oft á alla Friends þættina. Við erum því til í að skora á hvern sem er sem á þetta spil. Annars var nú kaninn auðvitað soldið vinsæll.
Við fengum alveg rosalega fínar jólagjafir, heldur betur þess virði að drösla þeim öllum til Köben og til baka en til þess þurftum við samtals 3 ferðatöskur, stóran bakpoka og lítinn bakpoka! Takk, takk allir sem gáfu okkur jólagjöf og sendu okkur jólakort.
Á gamlárskvöld gátum við horft á áramótaskaupið beint í gegnum netið og fannst okkur öllum það alveg svona ágætis afþreying. Það er eiginlega nauðsynlegt að upplifa áramótaskaupið á þessu kvöldi, annars vantar eitthvað svo stóran hluta í kvöldið. Við Auður erum ekki skotglaðar og Hlín hefur heldur ekki svo gaman af flugeldum. Það var því bara fjórum flugeldum skotið af heimilinu og sá ég engan þeirra.
Við gellurnar fórum allar í klippingu fyrir afmælið hennar Hlínar og vorum auðvitað flottastar á svæðinu. Afmælið var mjög skemmtilegt og fólk barasta siðsamlegt þrátt fyrir ógrynni af áfengum jellóskotum, bollu og bjór. Við Auður, Sigga & Gilli og Freyr (bróðir Hlínar) gáfum Hlín brúnan leðurjakka sem hún hefur vælt um í marga mánuði. Jakkinn er eins og minn nema í öðrum lit og fer afmælisbarninu mjög vel. Núna hefur Hlín eitthvað til að hugga sig á nýja tugnum ;)
Annars er Aujan mín veik heima. Hún hefur líklega smitast af mér sem hef verið með kvef og eitthvað í hálsinum í rúmar tvær vikur en ég smitaðist af Bigga.
Gússí virðist hafa það gott. Stækkar alveg í takt við meðlkúrvuna og hefur þyngt mig um 11 kg.

Við setjum bráðlega inn myndir frá Köbenferðinni.