Svíþjóðarferð

Auður og Emelía leggja haf og land undir fót og flytja til lands öryggisins.

Niðurteljarar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, febrúar 17, 2006
 
Ég hef ekki bloggað í eina og hálfa vik, það er bara svo rosalega mikið að gera við að vera heimavinnandi húsmóðir. Það má kannski orða það frekar þannig að húsverkin taka mig lengri tíma en ella og því duga þau mér allan daginn.
Það hefur fátt gerst hjá okkur nema þá helst að Þorvarður kom í heimsókn seinasta sunnudag en gisti bara eina nótt hjá enda í vinnferð. Hann var svo heppinn að fá vatnsdeigsbollur sem ég bakaði á sunnudeginum. Reyndar urðu þær nú ekki mjög bollulegar og þó ekki klattar en góðar voru þær og það er allt sem máli skiptir. Með Þorvarði í för var kokteilsósa, hamborgarasósa, Nóasúkkulaði og lakkrís. Ísland lengi lifi (já, og auðvitað Þorvarður)!
Þennan sama sunnudag varð átti Anna frænka afmæli og varð 34 ára. Er það ekki annars, Anna?
Á þriðjudagsmorgninum hitti ég Þorvarð niðri í bæ og fór með honum að kaupa æðislega flottan stól (sængurgjöf) handa Gússí.
Öðrum dögum hef ég eytt í að ráfa um borgina og kaupa eitt og annað smálegt; það getur verið svo gaman að skoða og versla.

Hérna sjáið þið nýjar bumbumyndir og mynd af stólnum og nokkrar febrúarmyndir.